Seinni partinn á morgun mæta okkar menn lang besta liði deildarinnar og sennilega besta liði heims um þessar mundir, Manchester City. Leikurinn fer fram í bláa hluta borgarinnar sem er orðið erfiðasti vígi deildarinnar til að sækja stig á eftir að Liverpool hafi haldið þeim titli í nokkur ár. Okkar menn þekkja þó vel að leggja City menn á þeirra velli, en í síðustu tvö skipti sem við höfum leikið á Etihad hefur Ole náð tveim eins marks sigrum gegn Pep Guardiola. Fyrri leikur liðana í deild á þessu tímabili endaði með 0-0 jafntefli líkt og meginn þorri leikja United gegn svokölluðum topp sex liðum. Kringumstæðurnar fyrir þann leik voru erfiðar fyrir Ole þar sem liðið var nýfallið úr leik úr Meistaradeildinni og nokkuð um ósannfærandi framviðstöður í deild. Það mátti því túlka úrslit fyrri leik liðana sem hálfgert “damage control”, enda City afar erfiður andstæðingur og sætið undir Ole farið að hitna. Manchester City var einnig að fara í gegnum strembnar vikur úrslitslega séð miðað við þeirra standard.
Enska úrvalsdeildin
Crystal Palace 0:0 Man Utd
Crystal Palace og Manchester United buðu ekki uppá neina knattspyrnuveislu þegar liðin mættust í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli í leik sem að færi í sögubækurnar af öllum röngu ástæðunum. Leikurinn var með þeim leiðinlegri sem undirritaður hefur séð og það var í raun sárt að fylgjast með spilamennsku United á löngum köflum. Fyrirsjáanlegir, hægir og algjörlega gæðalausir.
Manchester United mætir á Selhurst Park
Manchester United mætir til Suður-Lundúna og etur kappi við Crystal Palace – kl. 20:15 á morgun, 3. mars.
Stutt er síðan að okkar menn gerðu tíðindalítið 0-0 jafntefli við Chelsea, en lengra er síðan að við mættum Palace. Það var raunar í fyrstu leik tímabilsins hjá Man Utd. Ekki fór sá leikur eins og liðið ætlaði sér, en liðið laut í lægra haldi fyrir Roy Hodgson og félögum á Old Trafford. 1-3 tap var niðurstaðan og úrslitin sanngjörn þar sem að Andros Townsend og Wilfried Zaha (2) skoruðu fyrir gestina en nýliðinn Donny van de Beek lagaði stöðuna fyrir United.
Chelsea 0:0 Manchester United
McTominay var til í slaginn og Martial var settur á bekkinn, augljóst að Solskjær ætlaði að spila upp á hraða sóknarmannana og beita gagnsóknum eins og hefur gefist svo vel í útileikjum allt frá því Bruno Fernandes gekk til liðs við United.
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Tuanzebe, Williams, Matić, Van de Beek, Amad, Martial
Liðið hjá Chelsea
Leikurinn var fjörugur frá upphafi, Chelsea meira með boltann en bæði lið beittu hápressu. Gagnsóknir United virkuðu þokkalega án þess þó að mikil ógn væri af, aukaspyrna Bruno á 14. mínútu sem Mendy kýldi frá var fyrsta ógnin í leiknum.
Í framhaldinu áttust Greenwood og Hudson-Odoi við, við fyrstu sýn virtist Greenwood hafa höndlað boltann, í endursýningu sást að Hudson-Odoi var á undan að slá í boltann. Stuart Attwell fór á skjáinn en ákvað þetta hafa verið óvart, frekar óvænt niðurstaða, en nóg um það.
United fer til London og mætir Chelsea
Á morgun heldur Manhcester United til Lundúna og tekst á við Chelsea. Það er ansi öðruvísi bragur á þeim leik en hefði verið fyrir mánuði síðan. Á þessum mánuði hefur Thomas Tuchel breytt Chelsea úr góðu en mistæku liði í maskínu, því sem næst.
Jafntefli Chelsea við Southampton um síðustu helgi virtist vera hiksti en síðan tók við öruggur sigur á Atlético Madrid í einhvers konar Evrópukeppni sem United gæti ekki verið meira sama um enda ekki í henni, í miðri viku. Stærsta breytingin er í leikskipulagi, Tuchel beitir 3-4-3 eða 3-4-2-1 frekar en 4-3-3 kerfi Lampard, byggir á vængvörðum og hefur sparkaði í rassinn á nokkrum leikmönnum