Manchester United bauð upp á sannkallaða hörmung á Old Trafford í kvöld, þegar liðið laut í lægra haldi fyrir botnliði Sheffield United. Straumarnir sem undirritaður fékk í upphafi leiks voru af neikvæða taginu þar sem að það virtist sem United liðið hélt að hlutirnir myndu koma af sjálfu sér og að gestirnir myndu bara leggjast niður og deyja. Sú varð sannarlega ekki raunin.
Enska úrvalsdeildin
Sheffield United kemur í heimsókn
Það er skammt stórra högga á milli um þessar mundir og eftir flottan bikarsigur á Liverpool bíður okkar heimsókn frá botnliði Sheffield United. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 27. janúar – kl. 20:15.
Gestirnir hafa átt afleitu gengi að fagna í deildinni og sitja sem fastast í neðsta sæti með 5 stig – sex stigum á eftir West Bromwich Albion og hafa skorað heil 10 mörk en fengið á sig 32. Þeir hafa nælt í einn sigur, gert tvö jafntefli og tapað 16 leikjum. Auðveldur leikur framundan fyrir toppliðið, ekki satt?
Fulham 1:2 Manchester United
Eftir leiki gærkvöldsins og leikinn sem var ný lokið fyrir leikinn í kvöld var United komið niður í þriðja sæti. Leicester og Manchester City unnu sína leiki og sátu í efstu tveim sætunum fyrir leikinn. Ole gat komið liðinu aftur á toppinn með sigri í kvöld.
Þvert á það sem ég skrifaði í gær í upphitun fyrir leikinn þá byrjaði Ole með þríeykið inn á. Þegar ég tala um þríeykið þá er það Shaw, Bruno og Maguire sem allir áttu þá hættu á að fara í leikbann ef þeir myndu krækja sér í gult spjald, sem á endanum skipti engu máli. Ole setti Rashford á bekkinn, annars var þetta byrjunarlið sennilega það sterkasta sem völ var á. Með því að stilla upp nánast sterkasta liði sínu er Ole að gefa það skírt út að hann ætli í þessa titilbaráttu og vera í henni eins langt fram eftir vori og hægt er. Ekkert rými til að misstíga sig.
Miðvikudags kvöld á Craven Cottage
Annað kvöld fara okkar menn til London, nánar tiltekið á Craven Cottage. Þar mæta þeir Fulham sem sitja í fallsæti deildarinnar. Fínn leikur til að fá eftir mikla spennu og eftirvæntingu í marga daga sem var fyrir leikinn gegn Liverpool, sem stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans frá einum einasta manni. Þrátt fyrir það mjög gott stig gegn lang besta liði deildarinnar á heimavelli, þótt víðar væri leitað. Okkar menn halda toppsætinu og ef við ætlum að halda okkur í því eða hið minsta við toppinn er þetta algjör skyldu sigur gegn léttleikandi enn lánlausu liði Fulham. Scott Parker þjálfari Fulham mun sennilega reyna peppa sína menn vel upp fyrir leikinn þar sem þeir eru að mæta toppliðinu og hafa verið grátlega nálægt því að vinna leiki í deild upp á síðkastið hvort sem liðin eru í efri eða neðri helming deildarinnar.
Liverpool 0:0 Manchester United
Manchester United spilaði tvo toppslagi í dag en náði aðeins í 1 af 6 stigum sem voru í boði. Konurnar töpuðu 1-2 í London og á Anfield enduðu leikar með markalausu jafntefli. Leikirnir voru báðir í járnum og í báðum leikjum hefði United getað gert betur. Hins vegar voru andstæðingarnir í báðum tilvikum ríkjandi Englandsmeistarar og báðir leikir á útivöllum.
Kvennaliðið fór við það úr fyrsta sætinu í annað en karlaliðið heldur toppsætinu eitthvað áfram. Manchester City getur þó komist í efsta sætið ef þeir ljósbláu vinna leikina sem þeir eiga inni.