Sumir sunnudagar eru einfaldlega meira spennandi en aðrir sunnudagar. Þannig er það einmitt með þennan sunnudag fyrir okkur sem höldum með Manchester United. Þá eigum við ekki bara eitt heldur tvö lið sem eru að berjast á toppnum í sínum deildum. Bæði karla- og kvennalið Manchester United munu þá eiga leik á útivöllum gegn liðum sem eru ríkjandi meistari og í 2. sæti í deildunum. Þvílík djöfulsins spenna og fjör!
Enska úrvalsdeildin
Burnley 0:1 Manchester United
Manchester United er komið á topp ensku Úrvalsdeildarinnar eftir 0-1 baráttusigur gegn Burnley! Helvíti er þetta notalegt. Svona stilltu liðin upp:
Manchester United:
Burnley:
United byrjaði leikinn hægt gegn Stoke… nei, ég meina Burnley og leikmenn United virtust stressaðir. Þeir réðu illa við pressu Burnley og heimamenn voru fyrstir á alla bolta. Þeir sköpuðu sér þó aldrei neitt af ráði og eftir því sem líða tók á hálfleikinn þá náðu okkar menn áttum.
Manchester United mætir Burnley
Gagnrýnin á Ole Gunnar Solskjær hefur verið óvægin frá því að Norðmaðurinn geðþekki tók endanlega við starfinu sem knattspyrnustjóri Manchester United í mars 2019. Nú er það engu að síður svo að hann getur komið liðinu á topp deildarinnar ef United tekst að sigra Burnley á Turf Moor á morgun – kl. 20:15.
Undirritaður hreinlega man ekki hvenær Manchester United vermdi toppsætið síðast þegar svona langt er liðið á tímabilið og þó er það ekki einu sinni hálfnað! Líklega var það kveðjutímabil Sir Alex Ferguson þegar við unnum deildina með yfirburðum og Robin van Persie gladdi hjörtu okkar vikulega. Nú er öldin önnur, en vonandi mjökumst við þó nær því að geta keppt um deildartitilinn.
Manchester United 2:1 Aston Villa
Þegar byrjunarliðið var gefið upp fyrir leik var óvíst hvaða leik uppstilling yrði fyrir valinu. Það kom eiginlega þrennt til greina: 4-4-2 með Pogba og Bruno á köntunum, 4-2-3-1 með Pogba út á vinstri kanti eða tígulmiðja með Martial og Rashford frammi. Það sem varð fyrir valinu hjá Ole á endanum var það kerfi sem hann kann best við sem er 4-2-3-1. Hjá Aston Villa kom fátt á óvart. Ross Barkley var ekki klár í leikinn og hélt því Traoré sæti sínu í liðinu. Einnig datt Hause úr liðinu eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki í hjarta varnarinnar og Mings kom inn í liðið eftir leikbann.
2021 byrjar á heimavelli
Nýtt ár handan við hornið. Okkar menn hefja árið 2021 aðeins 20 tíma inn í nýja árið. Þá mætir Dean Smith með grallarana sína í Aston Villa á Old Trafford. Þetta er síðasta prófraunin í deildinni fyrir sennilega stærsta leik tímabilsins hingað til gegn Liverpool á Anfield. Með sigri gegn Villa og að leggja Liverpool síðar í janúar af velli verðum við í efsta sæti deildarinnar. Það þegar mótið verður svo gott sem hálfnað. Nú er ég hættur að prjóna yfir mig í þessum framtíðar pælingum. Snúum okkur að mótherjum morgundagsins.