Slæmar fréttir bárust í hádeginu fyrir leikinn þar sem tilkynt var að þrír úr þjálfarateyminu væru komnir í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Þeir ferðuðust ekki með liðinu til Ítalíu og því smitast á Englandi. Þetta kom hins vegar ekki í veg fyrir að leikurinn færi fram. Inn í teymið fyrir leikinn komu Mark Dempsey aðaliðs þjálfari og Nicky Butt þjálfari U-23 liðsins. Ekkert hefur verið tilkynt um líðann þeirra sem eru smitaðir né hverjir það eru.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United leikur og sunnudagssteik
Skjórarnir fljúga örlítið suður á boginn annað kvöld og leika í leikhúsi draumana gegn okkar mönnum kl. 19:00. Viðureignir þessara liða síðustu ár hafa einkennst af því að Man.Utd. hafa lent undir, yfirleitt snemma leiks en komið þá annað hvort til baka og unnið leikinn með trompi eða gleymt markaskónum heima og tapað leiknum. Fyrri leikur liðana á þessu tímabili var einmitt það fyrra. Eftir að hafa lent undir eftir tveggja mínútna leik unnu okkar menn leikinn 1-4 með Bruno og Rashford fremsta í flokki. Því er óskandi að svipað gerist á morgun en helst sleppa við að fá á okkur aulamark í byrjun leiks, sem á þessu tímabili hefur svo gott sem verið óumflýjanlegt.
Real Sociedad 0:4 Manchester United
Liðið í dag er svona
Varamenn: De Gea, Grant, Lindelöf, Tuanzebe, Shaw, Williams, Mata 83., Matic 60., Amad 83. , Martial 69., Shoretire
Lið Real Sociedad
Þessi leikur byrjaði af meira fjöri en flest allir leikir. Það komu þrjú færi á fyrstu 132 sekúndunum, fyrst átti Januzaj ágætt skot utan teigs, framhjá, United fór upp í sókn og Rashford var kominn allt í einu einn á móti markmanni en tókst að skjóta beint á hann og þá var komið að Real Sociedad að sækja og komast innfyrir en Dean Henderson varði skot Alexander Isak í horn.
Leikur í Tórínó á morgun gegn Real Sociedad
Vonbrigði haustsins koma fersk upp á yfirborðið þegar Manchester United leikur Evrópuleik á morgun. Ekki á þriðjudegi eða miðvikudegi heldur fimmtudegi því ekki í fyrsta skiptið er það Evrópudeildin sem bíður liðsins
Á morgun ferðast United til San Sebastián… nei afsakið áfangastaðurinn er víst Torino því Englendingar eru ekki velkomnir á Spáni útaf einhverju veseni.
West Brom 1:1 Man Utd
Leik West Bromwich Albion og Manchester United var að ljúka rétt í þessu. Úrslitin eru ósköp sanngjarnt 1:1 jafntefli. Sorglega lélegt á löngum köflum hjá Manchester United.
Svona stilltu liðin upp:
Manchester United:
West Bromwich Albion:
Fyrri hálfleikur
Varnarleikur Manchester United heldur áfram að vera til vandræða og það tók West Brom eina og hálfa mínútu að nýta sér það. Conor Gallagher átti þá ágætis fyrirgjöf inn í vítateig United og Victor Lindelöf leyfði Mbaye Diagne að éta sig í loftinu. Við nánari skoðun sást þó að Diagne tók ansi hressilega á Svíanum og hélt meðal annars fyrir augun á honum og eiginlega allt andlitið. Ekkert var dæmt og því 1-0 fyrir heimamenn og leikurinn varla byrjaður. Það þurfti því enn einu sinni að treysta á endurkomumátt liðsins með besta útivallaárangurinn í deildinni. Eðlilega féllu leikmenn West Brom aftar á völlinn eftir þessa frábæru byrjun og leyfðu United að vera með boltann.