Eftir torsóttan sigur í framlengingu í bikarnum í vikunni sækir Manchester United nýliðana í West Bromwich Albion heim á „the Hawthornes“ kl. 14:00 á morgun. Heimamenn sitja sem fastast í næstneðsta sæti deildarinnar og hafa átt fremur dapra leiktíð fram til þessa. Þeir fengu ágætis hvíld í vikunni þar sem þeir spiluðu ekki í bikarnum en þeir áttu síðast leik á sunnudaginn við Tottenham á útivelli. Þeim leik lauk með 2-0 sigri José Mourinho og lærisveina hans. Þar áður tapaði liðið fyrir liðinu Sheffield United.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 3:3 Everton
Manchester United og Everton gerðu jafntefli í sex marka leik á Old Trafford nú rétt í þessu. Úrslitin eru ofboðslega svekkjandi í ljósi þess að leikmenn United voru sínir verstu óvinir í leiknum, þar sem að dauðafæri fóru forgörðum og ólýsanlega lélegur varnarleikur leit dagsins ljós.
Fyrir leik lögðu fyrirliðar liðanna, Harry Maguire og Lucas Digne, kransa til að minnast þeirra sem glötuðu lífinu í München flugslysinu þann 6. febrúar 1958. Fyrr um daginn var haldin minningarathöfn og þar hafði Ole Gunnar Solskjær lagt svipaðan blómakrans fyrir framan Old Trafford, í grenjandi rigningu í Manchester. Mínútuþögn var svo fyrir upphafsflautið.
Everton mætir á Old Trafford
Manchester United mætir Everton á Old Trafford laugardaginn 6. febrúar – kl. 20:00. Um er að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni og myndi sigur gera mikið fyrir United þar sem að Liverpool og Manchester City mætast á Anfield í sömu umferð. Við krefjumst kannski ekki 9 marka veislu eins og í síðasta leik gegn Southampton, en vonandi fáum við að sjá skemmtilegan leik og helst ekki enn eitt aukaspyrnumarkið frá Gylfa Sigurðssyni.
Manchester United 9:0 Southampton
Ole kom á óvart með að tefla ekki fram Pogba, nýkjörnum leikmanni mánaðarins hjá Manchester United í janúar mánuði. Í stað hans kom Greenwod inn í liðið, annars var þetta sömu leikmenn og byrjuðu gegn Arsenal. Hasenhüttl stilti fram þeim leikmönnum sem eru heilir í hans liði, sem eru ekki margir. Einungis tveir leikmenn af þeim níu sem sátu á bekknum hjá Southampton eru með einhverja reynslu í fullorðins fótbolta. Hins vegar eru nánast allir heilir hjá Southampton sem hafa átt byrjunarliðssæti á tímabilinu. Það voru hins vegar tveir leikmenn í byrjunarliði Southampton að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Gott byrjunarlið með reynslu lítinn bekk. Southampton krækti sér í Minamino á láni frá Liverpool seint í gærkvöldi og því ekki leyfilegur í leiknum í kvöld.
Dýrlingarnir heimsækja Old Trafford
Snúið verkefni bíður Manchester United þegar að Ralph Hasenhüttl og lærisveinar hans í Southampton mæta á Old Trafford á morgun, 2. febrúar – kl. 20:15.
Þá reyna okkar menn að rétta úr kútnum eftir brösugt gengi í síðustu tveimur leikjum gegn Sheffield United og Arsenal en þar tókst liðinu einungis að næla í eitt stig. Það þarf ekki að orðlengja um hvað okkur stuðningsmönnum finnst um þá stigasöfnun. Nú gefst United glimrandi tækifæri til að svara gagnrýnisröddum og halda sér sem næst toppliði Manchester City og agnarsmáu skrefi á undan Liverpool.