Nokkrir óvæntir pukntar voru í liðsuppstillingu gestana. Wolves fór í sitt 3-4-3 kerfi með tvo unga leikmenn sem voru að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni, þá Ki-Jana Hoever (18) og Vitinha (20). Einnig byrjuðu þeir ekki með neinn eiginlegan framherja þar sem Fabio Silva byrjaði á bekknum og Jimenez frá vegna höfuðkúpubrots. Einnig kom á óvart þegar leikurinn hófst að Saiss spilaði í miðri vörn úlfana í stað Coady sem iðulega hefur leikið þar. Sennilega ræðst það af því að Nuno Santo vildi spila með vinstri fóta mann vinstra meginn og hægri fótarmann hægra meginn. Coady var eini tiltæki réttfætti miðvörður úlfana í kvöld.
Enska úrvalsdeildin
Portúgalinn gegn portúgölunum
Þá er komið að síðasta leik Manchester United á þessu fordæmalausa ári 2020. Leikur númer 56 í öllum keppnum og 33. leikur í ensku úrvalsdeildinni. Við ljúkum árinu á Old Trafford gegn Wolves. Lið sem okkar mönnum hefur gengið illa með að leggja að velli. Síðan að Wolves snéri aftur í deild þeirra bestu á Englandi haustið 2018 hafa liðin mæst sjö sinnum bæði í deild og bikar. Af þeim leikjum vann United einn leik sem var endurtekinn bikarleikur sem spilaður var í janúar á þessu ári. Annars hafa úlfarnir sigrað tvo leiki og hinir fjórir leikirnir endað með jafntefli. Því má búast við erfiðum leik fyrir okkar menn gegn mjög svo óárennilegum úlfum.
Leicester 2:2 Manchester United
Aaron Wan-Bissaka var meiddur og Victor Lindelöf fór í hægri bakvörðinn, en Eric Bailly kom inn.
Varamenn: Henderson, Telles, Tuanzebe (66′), Lingard, Matic, Pogba (54′), van de Beek, Cavani (75′), Greenwood
Leicester var óbreytt frá sigrinum á Tottenham um síðustu helgi.
Bæði Marcus Rashford og Jamie Vardy fengu færi á fyrstu mínútunum. Rashford skallaði yfir af markteig úr fyrirgjöf Bruno Fernandes og hann hefði átt sannarlega að skora en Vardy setti svo boltann yfir eftir fyrirgjöf James Justin.
Jóla jóla jólaleikur á morgun
Gleðileg jól kæru lesendur!
Hvað er jólalegra en að lesa upphitun fyrir leik á annan í jólum? Ekkert segi ég! Ekkert!
Á morgun fer United til Leicester og með sigri myndi liðið ekki einasta jafna úrvalsdeildar met og vinna ellefta útileikinn í röð heldur einnnig tylla sér í annað sætið, í það minnsta þangað til Everton rassskellir Sheffield United seinni part dags. Það segir samt ýmislegt um deildina að Leicester, liðið í öðru sæti, hefur tapað fimm leikjum af fjórtán í deildinni. Á móti kemur auðvitað að liðið hefur ekki gert eitt einasta jafntefli. Það verður ekki af því dregið að þetta keppnistímabil verður eitt það undarlegasta sem leikið verður. Þéttleiki leikja mun áfram halda að leika lið misgrátt og það er langt í vorið
Manchester United 6:2 Leeds United
Manchester United vann 6-2 stórsigur á erkifjendunum í Leeds United. Ekki amalegt það!
Svona stilltu liðin upp:
Manchester United:
Leeds United:
Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir okkar menn þegar Bruno Fernandes lagði boltann fyrir töfrafætur Scott McTominay sem hamraði boltann í bláhornið framhjá Meslier. 1-0 og 2 mínútur liðnar!
Það leið heil mínúta áður en greyið Meslier þurfti að tína boltann úr netinu og aftur var það McTominay. Í þetta skiptið kom hann á ferðinni í gegnum miðjuna, tók listavel á móti sendingu Anthony Martial og renndi boltanum rólega í fjærhornið. 2-0 og við í draumalandi. Eftir seinna mark McTominay gafst Leeds tími til að ná örlítilli fótfestu í leiknum en það var ljóst að rauða liðið ætlaði að refsa fyrir hver einustu mistök þeirra hvítklæddu.