Það hefur liðið talsvert langur tími síðan að Manchester United og Leeds United leiddu saman hesta sína í deildarleik. En á morgun – 20. desember, kl. 16:30 gerist það loks á ný! Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Old Trafford, þann 24. febrúar 2004. Paul Scholes kom okkar mönnum yfir en Alan Smith jafnaði stuttu síðar og nokkrum mánuðum seinna gekk hann til liðs við okkur og hafa margir Leeds stuðningsmenn enn ekki fyrirgefið honum þau svik. Manchester United og Leeds líkar nefnilega bara alls ekkert vel við hvort annað.
Enska úrvalsdeildin
Sheffield United 2:3 Manchester United
Það eru nokkrir hlutir í þessu lífi sem eru eins öruggir og sólarupprásin sem boðar nýjan dag. Skattaskýrslan á hverju ári, dauðinn, Sjálfstæðisflokkurinn er spilltur, jólin mæta til leiks seint í desember og jú, Manchester United lendir undir á útivelli í deildinni en snýr því í sigur. Þannig fóru leikar einmitt í kvöld, United lenti undir, komst 1-3 yfir eftir þrjú algjörlega frábær mörk en gerði leikinn svo óþarflega spennandi í restina eftir klaufalegan varnarleik í hornspyrnu. Hvað annað er nýtt að frétta?
Jólatörnin hefst í Sheffield
Það var nú algjör óþarfi hjá ensku úrvalsdeildinni að nudda salti í sárin strax með því að setja Manchester United á fimmtudagsleik í deildinni, rétt rúmri viku eftir að liðið hrundi út úr Meistaradeildinni og staðfesti Evrópudeildarbolta eftir áramót. En þannig er það bara, við þurfum að horfa á okkar menn spila gegn botnliðinu Sheffield United á morgun, fimmtudaginn 17. desember, klukkan 20:00. Dómarinn í leiknum verður Michael Oliver en það sem skiptir okkur kannski meira máli er að Paul Tierney verður í VAR-herberginu.
Manchester United 0:0 Manchester City
Markalaust jafntefli í tíðindalausum leik.
Bekkur: Henderson, Bailly, Alex Telles, Mata, Matic, van de Beek, Martial (Greenwood 74′).
West Ham 1:3 Manchester United
Það er alveg óhætt að segja að lið United sé bara með tvær stillingar þessa dagana. ON og OFF. Við fengum að sjá þær báðar í dag, svo sannarlega.
Solskjær gerði nokkrar breytingar, De Gea, Rashford og Bruno Fernandes voru allir hvíldir vegna mis smávægilegra meiðsla og Paul Pogba kom í byrjunarlið í fyrsta skipti í nokkra leiki.
Varamenn: Grant, Tuanzebe, Williams, Bruno Fernandes (46′), Mata (62′), Matić, Rashford (46′)