Annað kvöld fara okkar menn til London, nánar tiltekið á Craven Cottage. Þar mæta þeir Fulham sem sitja í fallsæti deildarinnar. Fínn leikur til að fá eftir mikla spennu og eftirvæntingu í marga daga sem var fyrir leikinn gegn Liverpool, sem stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans frá einum einasta manni. Þrátt fyrir það mjög gott stig gegn lang besta liði deildarinnar á heimavelli, þótt víðar væri leitað. Okkar menn halda toppsætinu og ef við ætlum að halda okkur í því eða hið minsta við toppinn er þetta algjör skyldu sigur gegn léttleikandi enn lánlausu liði Fulham. Scott Parker þjálfari Fulham mun sennilega reyna peppa sína menn vel upp fyrir leikinn þar sem þeir eru að mæta toppliðinu og hafa verið grátlega nálægt því að vinna leiki í deild upp á síðkastið hvort sem liðin eru í efri eða neðri helming deildarinnar.
Enska úrvalsdeildin
Liverpool 0:0 Manchester United
Manchester United spilaði tvo toppslagi í dag en náði aðeins í 1 af 6 stigum sem voru í boði. Konurnar töpuðu 1-2 í London og á Anfield enduðu leikar með markalausu jafntefli. Leikirnir voru báðir í járnum og í báðum leikjum hefði United getað gert betur. Hins vegar voru andstæðingarnir í báðum tilvikum ríkjandi Englandsmeistarar og báðir leikir á útivöllum.
Kvennaliðið fór við það úr fyrsta sætinu í annað en karlaliðið heldur toppsætinu eitthvað áfram. Manchester City getur þó komist í efsta sætið ef þeir ljósbláu vinna leikina sem þeir eiga inni.
Tvöföld toppbarátta á risasunnudegi
Sumir sunnudagar eru einfaldlega meira spennandi en aðrir sunnudagar. Þannig er það einmitt með þennan sunnudag fyrir okkur sem höldum með Manchester United. Þá eigum við ekki bara eitt heldur tvö lið sem eru að berjast á toppnum í sínum deildum. Bæði karla- og kvennalið Manchester United munu þá eiga leik á útivöllum gegn liðum sem eru ríkjandi meistari og í 2. sæti í deildunum. Þvílík djöfulsins spenna og fjör!
Burnley 0:1 Manchester United
Manchester United er komið á topp ensku Úrvalsdeildarinnar eftir 0-1 baráttusigur gegn Burnley! Helvíti er þetta notalegt. Svona stilltu liðin upp:
Manchester United:
Burnley:
United byrjaði leikinn hægt gegn Stoke… nei, ég meina Burnley og leikmenn United virtust stressaðir. Þeir réðu illa við pressu Burnley og heimamenn voru fyrstir á alla bolta. Þeir sköpuðu sér þó aldrei neitt af ráði og eftir því sem líða tók á hálfleikinn þá náðu okkar menn áttum.
Manchester United mætir Burnley
Gagnrýnin á Ole Gunnar Solskjær hefur verið óvægin frá því að Norðmaðurinn geðþekki tók endanlega við starfinu sem knattspyrnustjóri Manchester United í mars 2019. Nú er það engu að síður svo að hann getur komið liðinu á topp deildarinnar ef United tekst að sigra Burnley á Turf Moor á morgun – kl. 20:15.
Undirritaður hreinlega man ekki hvenær Manchester United vermdi toppsætið síðast þegar svona langt er liðið á tímabilið og þó er það ekki einu sinni hálfnað! Líklega var það kveðjutímabil Sir Alex Ferguson þegar við unnum deildina með yfirburðum og Robin van Persie gladdi hjörtu okkar vikulega. Nú er öldin önnur, en vonandi mjökumst við þó nær því að geta keppt um deildartitilinn.