Ole Gunnar stillti upp í 4-2-3-1 og enginn tígull. Eina óvænta við byrjunarlið okkar manna var að Mata byrjaði þrátt fyrir að hafa byrjað í miðri viku. Martial kom loks aftur inn í liðið í deild eftir að hafa lokið þriggja leikja banni fyrir að slá til Lamela í hörmungunum gegn Spurs. Hjá Everton vakti athygli að Mina var settur á bekkinn og Mason Holgate kom inn í liðið, hans fyrsti leikur í deildinni á tímabilinu. Pickford kom aftur í markið eins og búist var við.
Enska úrvalsdeildin
Hádegis leikur í Guttagarði
Á morgun skella okkar menn sér í rútuferð yfir til Liverpool og spila við Everton á Goodison Park. Aðeins tveimur og hálfum sólarhring eftir afhroðið í Istanbul og langt ferðalag. Þar þurfa okkar menn að hysja upp um sig og sýna hvað í þeim býr og ná í sigur ef ekki á að sturta ný höfnu tímabili í úrvalsdeildinni algjörlega niður. Fimtánda sæti og sjö stig eftir sex spilaða leiki er langt frá því að vera ásættanlegt. Það verður hinsvegar við ramman reip að draga þar sem bláliðar í Guttagarði hafa staðið sig mjög vel í byrjun tímabilsins en fatast flugið þó í síðustu leikjum. Carlo Ancelotti fékk að rífa upp veskið í sumar og setja en meira sitt handbragð á liðið sem virðist hafa gengið upp með fínum árangri það sem af er. Ekki hefur gengið vel gegn Everton síðustu þrjú skipti sem við höfum mætt þeim, tvö 1-1 jafntefli og svo 4-0 rasskelling. Ole þarf að ná í þrjú stig og fá góða framviðstöðu frá leikmönnum sínum. Ef ekki, þá mun orðrómur um brottrekstur verða en hærri heldur en nú er.
Manchester United 0:1 Arsenal
Eftir frækinn sigur í miðri viku og eitt skref áfram í þróun liðsins komu tvö ef ekki þrjú slík afturábak í dag í hreint út sagt skelfilegum leik.
Ole Gunnar Solskjær hélt sig við demantinn, Scott McTominay kom inn í varnarmiðjuna, Bruno Fernandes tók við af Donny van de Beek og Marcus Rashford hóf leikinn í stað Martial sem er enn í banni
Varamenn: Henderson, Williams, Tuanzebe, Matic 62′, Mata, Van de Beek 75′, Cavani 75′
Arsenal mætir á Old Trafford á morgun
Stórleikirnir koma í röðum þessar vikurnar, Tveir fræknir meistaradeildarsigrar komu sitt hvor megin við jafnteflið við Chelsea og á morgun verður aftur slagur tveggja stjóra sem mikið er talað um, Mikel Arteta mætir með sína menn á Old Trafford. Mikel Arteta tók við Arsenal rétt fyrir jól í fyrra eftir að Unai Emery var sparkað og náði að setja mark sitt á liðið. Það fer tvennum sögum af því hversu vel, Arsenal tók vissulega enn einn Englandsbikar en gengið hefur verið upp og ofan. Stuðningsmenn eru hæstánægðir virðist vera og nokkrir leikmenn hafa stigið upp og sýnt gott spil. Arsenal er hins vegar einungis með tveimur stigum meira en United og hefur leikið leik meira. Þeir hafa vissulega unnið þrjá leiki, en tapað hinum þremur. Það hljómar illa en töpin komu gegn Manchester City, Liverpool og síðan Leicester City um síðustu helgi. Tveir af sigrunum hafa síðan komið gegn Fulham og Sheffield United, liðum sem hafa virst heillum horfin.
Manchester United 0:0 Chelsea
Byrjunarliðið kom aðeins á óvart, Mata og James fengu tækifæri og Alex Telles var hvíldur. Facundo Pellistri spilaði í U-23 leiknum í gærkvöld og frumraun hans með aðalliðinu bíður
Bekkur: Henderson, Tuanzebe, Matic, Pogba 58′, van de Beek, Cavani 58′, Greenwood 83′.
Gestirnir frá Lundúnum stilla upp þessu byrjunarliði:
Leikurinn var nokkuð opinn fyrstu mínúturnar en svo fór Chelseas að taka völdin og var sterkara liðið án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Um miðjan hálfleikinn snerist spilið siðan og United fór að sækja, en engin færi sem orð er á gerandi.