Á morgun tökum við á móti José Mourinho og lærisveinum hans í Tottenham Hotspurs í fjórðu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Reyndar verður þetta þriðji deildarleikurinn okkar þar sem við sátum hjá í fyrstu umferðinni vegna Evrópudeildarleikja í sumar. Byrjun leiktíðarinnar hefur verið frekar döpur þótt United hafi í raun sigrað alla leikina nema einn.
Þrír sigrar og eitt tap gefur hreinlega ekki rétta mynd af stöðunni, í fyrstu umferð vorum við teknir í kennslustund af Crystal Palace, áttum síðan tæplega skilið stig gegn Brighton & Hove Albion og hinir leikirnir voru gegn Luton Town og varaliði Brighton í bikarnum. Liðið rétt marði Luton á lokasprettinum en sigraði síðan Brighton í deildarbikarnum í miðri viku nokkuð örugglega. Sá leikur fór 0-3 fyrir United en taka verður með í reikninginn að þarna voru nánast varalið hvors liðs að spila og breiddin hjá United er talsvert meiri en hjá Brighton.