Markalaust jafntefli í tíðindalausum leik.
Bekkur: Henderson, Bailly, Alex Telles, Mata, Matic, van de Beek, Martial (Greenwood 74′).
Magnús Þór skrifaði þann | 9 ummæli
Markalaust jafntefli í tíðindalausum leik.
Bekkur: Henderson, Bailly, Alex Telles, Mata, Matic, van de Beek, Martial (Greenwood 74′).
Björn Friðgeir skrifaði þann | 15 ummæli
Það er alveg óhætt að segja að lið United sé bara með tvær stillingar þessa dagana. ON og OFF. Við fengum að sjá þær báðar í dag, svo sannarlega.
Solskjær gerði nokkrar breytingar, De Gea, Rashford og Bruno Fernandes voru allir hvíldir vegna mis smávægilegra meiðsla og Paul Pogba kom í byrjunarlið í fyrsta skipti í nokkra leiki.
Varamenn: Grant, Tuanzebe, Williams, Bruno Fernandes (46′), Mata (62′), Matić, Rashford (46′) Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 3 ummæli
Rétt fyrir kvöldmat á eftir mætir United á London Stadium og tekst á við West Ham. Leikurinn við PSG á þriðjudaginn situr vonandi ekki um of í okkar mönnum, en við á Rauðu djöflunum höfum tekist á við hann bæði í podkasti vikunnar og í rýni Zunderman í gær.
Upphitunin er því í seinna lagi en það kemur ekki að sök. Uppsláttur dagins er auðvitað sá að United er nú að mæta fyrrum stjóra. Þetta er svolítið einkennilegt að vera alltaf að hitta fyrir fyrrverandi stjóra, nokkuð sem varla kom fyrir í um 20 ár, en svona hefur hringekjan verið á Old Trafford. David Moyes hefur verið að gera fína hluti hjá West Ham og liðið situr í fimmta sæti. En það er sýnir vel hversu óráðið er að vilja reka okkar ágæta Ole út frá frammistöðu, að United er aðeins stigi á eftir West Ham og með leik til góða. Ef þessi leikur, gegn Aston Villa ynnist á pappírnum í dag, þá er United í fjórða sæti, með lakari markatölu en Chelsea. Svo slæmt er það nú. Lesa meira
Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann | 22 ummæli
Frábær endurkoma hjá United á suðurströndinni í dag. Eftir brösóttan fyrrihálfleik en frábærann seinni hálfleik.
Óvænt byrjunarlið leit dagsins ljós klukkutíma fyrir leik. Martial varð veikur um nóttina og var því ekki í leikmannahóp United. Ómögulegt er að segja hvort leikuppstillingin hefði verið önnur ef hann hefði verið með. Ole stillti upp í hin umdeilda tígull þar sem Donny van de Beek byrjaði sinn fyrsta leik í deild. Greenwood kom aftur inn í liðið eftir fína innkomu í Meistaradeildinni í vikunni. Lesa meira
Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann | Engin ummæli
Okkar menn fara á suðurströndina á morgun fyrsta í aðventu og spila gegn dýrlingunum í Southampton.
United er að komast á smá skrið eftir slæm úrslit skömmu fyrir landsleikjahléið fyrr í mánuðinum. Þrír sigurleikir í röð, tveir í deild og einn í Meistaradeildinni í liðinni viku og ágætis spilamenska er vonandi eitthvað sem Ole ætlar að reyna ýta undir og bæta á næstu vikum, komandi inn í jóla mánuðinn. Verður þessi leikur alvöru prófraun þar sem menn Hasenhüttel hafa verið ansi góðir nú í upphafi tímabils og náð í 17 stig og sitja í fimmta sæti deildarinnar aðeins þremur stigum frá toppnum. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!