Þá geta tuðrusparksáhugamenn og -konur komið sér vel fyrir framan skjáinn eftir langt og strembið landsleikjahlé því Enska úrvalsdeildin heldur áfram um helgina. Okkar menn gera sér ferð aftur suður með sjó og að þessu sinni mæta þeir á St. Mary’s Stadium þar sem þeir hitta fyrir nýliðana í Southampton. Síðasta ferðalag okkar suður endaði með 2-1 tapi gegn Brighton sem hefði hæglega geta farið á annan veg á öðrum degi en á milli þessara leikja var svo afhroð á Old Trafford gegn erkifjendunum í Liverpool þar sem liðið steinlá gegn öðru af tveimur efstu liðunum.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:3 Liverpool
Varamenn: Bayindir, Collyer (46.m), Wheatley, Evans, Antony, Amad (69.m), Eriksen (86.m), Maguire(69.m), Heaton
Lið Liverpool: Alisson; Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konate, Virgil van Dijk, Andrew Robertson; Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister; Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai, Luis Diaz; Diogo Jota
United sótti vel fyrstu mínútur leiksins en fékk ekkert úr því nema eitt horn. Liverpool kom síðan til baka, sótti vel á og á 7. mínútu kom sending framhjá Mazraoui, Diaz var smá klaufskur en kom samt með fyrirgjöfina sem fór aftan við Salah sem setti þó fót í boltann þannig hann fór út á Trent Alexander-Arnold sem var galopinn og skoraði. En til allra lukku var Salah hárfínt fyrir innan þegar sendingi kom og markið dæmt af.
Upphitun: Heimaleikur gegn Liverpool í þriðju umferð
Nýtt tímabil en gamlir draugar ganga enn lausir. Tap fyrir Brighton í byrjun tímabils og Mason Mount er meiddur. En Erik ten Hag hefur áður mætt Liverpool með bakið upp að veggnum og haft betur. Vonandi verður þannig líka um helgina.
Ljóst er að ten Hag verður að gera breytingu á byrjunarliði Manchester United vegna meiðsla Mount. Staðan er þó sú að maðurinn sem hefði trúlega tekið sæti hans fyrir viku er farinn. Jafnvel næsti maður þar fyrir aftan líka. Slíkt gæti kallað á breytingu á leikkerfi.
Brighton 2:1 Manchester United
Erik ten Hag stillti upp óbreytt lið frá síðustu helgi og var ekkert að flækja hlutina.
Á bekknum voru þeir : Bayindir, Evans, de Ligt, Eriksen, McTominay, Garnacho, Antony og Zirkzee.
Heimamenn stilltu upp upp í 4-2-3-1:
Á tréverkinu: Rushworth, Webster, Igor, Lamptey, Baleba, Rutter, Enciso, Ayari og Adingra.
Fyrri hálfleikur
Bæði lið voru að þreifa fyrir sér fyrstu mínúturnar en pressa okkar manna var góð framan af og setti varnarlínu heimamanna oft í vesen. Fyrsta skotið kom þó frá heimamönnum þegar boltinn barst til Joao Pedro nokkuð fyrir utan vítateigsbogann en skotið var laust og svolítið framhjá markinu. Hins vegar fengu gestirnir gott tækifæri eftir útspark frá Onana. Diogo Dalot vann skallaboltann og fleytti boltanum upp vinstri kantinn og náði boltanum sjálfur og kom með ágætis fyrirgjöf á Amad Diallo en skot hans var ónákvæmt og framhjá markinu.
Hádegisleikur við Mávana!
Þá heldur Manchester United suður með sjó til Brighton og hittir þar fyrir topplið Mávanna í annarri umferð deilarinnar á þessu tímabili. Brighton sitja á toppi deildarinnar eftir 0-3 útisigur gegn Everton en United situr því sjöunda eftir 1-0 heimasigur gegn Fulham. Bæði lið eru því með fullt hús stiga, heil þrjú stig en tímabilið auðvitað nýfarið af stað.
Síðustu viðureignir þessara liða hafa 2 marka sigrar, United vann 0-2 á þessum heimavelli í fyrra en Brighton gerði sér lítið fyrir og vann United 1-3 á Old Trafford. Það er aldrei að vita hvernig leikir þessara liða fara en eitt er víst að þrjú stig væru kærkomið nesti inn í erkifjendaslaginn um næstu helgi gegn Liverpool áður en liðin halda inn í landsleikjahlé.