Það er afskaplega þungt yfir okkur þessa dagana. Eftir ótrúlegar 120 mínútur í enska bikarnum þann 17. mars s.l. þegar United lagði Liverpool og tryggði sig inn í undanúrslitin með eftirminnilegum 4-3 sigri á Old Trafford tók við landsleikjahlé. Í landsleikjahléinu virtust allir leikmenn liðsins hafa ryðgað fastir saman því á laugardaginn var mættum við Brentford á útivelli. Ekkert hefði geta undirbúið okkur stuðningsmenn fyrir þá ólöglegu heljarins hörmung sem United bauð upp á í þeim leik.
Enska úrvalsdeildin
Brentford 1:1 Manchester United
Manchester United ferðaðist til Lundúna og heimsótti Brentford. Síðasti leikur United var 4:3 sigurinn gegn Liverpool í FA bikarnum og Brentford hafa átt ansi brösugt tímabil og hafa verið að tapa helling af stigum. Liðin enduðu á að taka sitthvort stigið úr leiknum en United hafa sjaldnar verið hægari og lélegri en í kvöld. Heimamenn voru á hálfu skrefi á undan allan leikinn og litu út á köflum út fyrir að vera 1-2 leikmönnum fleiri. Brentford átti 31 marktilraun í kvöld og hefðu með meiri gæðum unnið þægilegan sigur. Framlína United var langt frá sínu besta og miðjuparið Mainoo og McTominay var lítil fyrirstaða en Brentford áttu mjög auðvelt að spila í gegnum þá félaga. Einnig var hápressa United frekar döpur og virtist unnin af hálfum hug. En og aftur fá andstæðingar eins margar snertingar og þeir vilja inní markteig United en tölfræðin sú var Brentford ríflega í hag. Ten Hag ákvað að víxla Wan-Bissaka og Dalot í kvöld og var enski bakvörðurinn vinstra megin í dag en skilaði ekki miklu sóknarlega. Einhverra hluta vegna spilaði United þannig að Rashford og Garnacho tvíteymdu vinstri kantinn en það skilaði engu.
Brentford í kvöld
Föstudagurinn langi er að sjálfsögðu haldinn há-heilagur hér á ritstjórn og því kemur upphitun með seinni skipunum. Það er nokkuð síðan við hittum ykkur hér síðast, í millitíðinni var landsleikjahlé og jú, léttur og löðurmannlegur sigur á Liverpool, sem beðið var með á síðustu stundu að innbyrða enda veðmangarar miklu ánægðari með leiki sem hægt er að halda opnum fram á lokaflaut. Takk fyrir okkur, Amad Diallo, Marcus Rashford, Scott McTominay og ha hver þú? Antony!!??. Skreppið nú og skoðið leikinn aftur, aldrei of oft horft.
Manchester United 2:0 Everton
Engin skýrsla, bara vibes:
- Onana er alvöru markvörður
- Það væri gaman að hafa vel mannaða vörn
- Að því sögðu voru Varane og Evans fínir
- Garnacho mætti brýna færanýtinguna
- Bruno Fernandes er búinn að skora úr 29 vítum fyrir United, fleiri en nokkur annar leikmaður
- Everton er agalega slakt.
Áfram gakk, hitt Liverpool liðið um næstu helgi.
Upphitun: Hádegisleikur gegn Everton
Manchester United tekur á móti Everton klukkan 12:30 á morgun, laugardag. United þarf að halda áfram að reyna að komast í Evrópusæti. Everton hefur fengið nýtt tækifæri eftir að stigarefsing liðsins var minnkuð.