Liðið kom ekki á óvart, Paul Pogba eitthvað lítilega meiddur og Mason Greenwood hafði fengið frí frá æfingum og var ekki tilbúinn
varamenn: Henderson, Tuanzebe, Williams, James, McTominay, Van de Beek, Cavani
Lið West Bromwich Albion
Það var frekar róleg byrjun á leiknum, United náði ekki tökum á leiknum og West Bromwich leyfði sér að spila og halda boltanum. En smátt og smátt varð United meira sannfærandi og á 16. mínútu kom fyrsta góða færið, flottur samleikur og Martial fékk skotfæri á auðum sjó beint fyrir framan markið en Sam Johnsone varði vel, en skotið var ekki nógu langt fráhonum, Martial hefði mátt gera betur. En United náði ekki að byggja á þessu og skapaði ekkert lengi vel, Martial fór niður í teignum þegar hann fann smá peysutog en það var ekki neitt og réttilega ekkert dæmt.