Stórleikirnir koma í röðum þessar vikurnar, Tveir fræknir meistaradeildarsigrar komu sitt hvor megin við jafnteflið við Chelsea og á morgun verður aftur slagur tveggja stjóra sem mikið er talað um, Mikel Arteta mætir með sína menn á Old Trafford. Mikel Arteta tók við Arsenal rétt fyrir jól í fyrra eftir að Unai Emery var sparkað og náði að setja mark sitt á liðið. Það fer tvennum sögum af því hversu vel, Arsenal tók vissulega enn einn Englandsbikar en gengið hefur verið upp og ofan. Stuðningsmenn eru hæstánægðir virðist vera og nokkrir leikmenn hafa stigið upp og sýnt gott spil. Arsenal er hins vegar einungis með tveimur stigum meira en United og hefur leikið leik meira. Þeir hafa vissulega unnið þrjá leiki, en tapað hinum þremur. Það hljómar illa en töpin komu gegn Manchester City, Liverpool og síðan Leicester City um síðustu helgi. Tveir af sigrunum hafa síðan komið gegn Fulham og Sheffield United, liðum sem hafa virst heillum horfin.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:0 Chelsea
Byrjunarliðið kom aðeins á óvart, Mata og James fengu tækifæri og Alex Telles var hvíldur. Facundo Pellistri spilaði í U-23 leiknum í gærkvöld og frumraun hans með aðalliðinu bíður
Bekkur: Henderson, Tuanzebe, Matic, Pogba 58′, van de Beek, Cavani 58′, Greenwood 83′.
Gestirnir frá Lundúnum stilla upp þessu byrjunarliði:
Leikurinn var nokkuð opinn fyrstu mínúturnar en svo fór Chelseas að taka völdin og var sterkara liðið án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Um miðjan hálfleikinn snerist spilið siðan og United fór að sækja, en engin færi sem orð er á gerandi.
Chelsea mætir á Old Trafford
Eftir glæst og gjöfult ferðalag til Parísar í miðri viku fer United með gott veganesti inn í erfiðan leik í Lundúnum. Chelsea taka á móti okkur í sjöttu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar en rétt eins og hjá okkar mönnum þá hefur lærisveinum Lampard ekki gengið neitt einstaklega vel í fyrstu fimm umferðunum og sitja þeir í 8. sæti deildarinnar. Á sama tíma og United lagði leið sína til frönsku höfuðborgarinnar héldu Chelsea sig heima og tóku þar á móti Sevilla í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en þeim leik lauk með steindauðu jafntefli. Þar stillti Lampard upp sínu sterkasta liði í 4-2-3-1 leikkerfið til að koma öllum sínum sterkustu leikmönnum í liðið.
Newcastle United 1:4 Manchester United
Það er óhætt að segja að byrjunarliðið hafi ekki verið að allra skapi
Liðið er komið
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Matic (90.), Pogba (70.), Van de Beek (76.), Ighalo
Lið Newcastle:
Það voru síðan ekki tvær mínútur liðnar þegar hrakspár virtust ætla allar að rætast. Newcastle sótti hratt upp vinstra megin, gefið á Shelvey á miðjnni sem lék þvert og gaf út á Krafth á auðum sjó á hægri kanti, hann gaf fyrir, Luke Shaw setti fótinn í boltann og stýrði honum örugglega í netið við stöngina, 1-0 fyrir Newcastle eftir 104 sekúndur.
Newcastle á morgun
Landsleikjahléi lokið og við tekur alvaran. Síðasti leikur var fyrir tæpum tveimur vikum og kannske einhver búin að gleyma því en það er alveg víst að ef leikurinn á morgun vinnst ekki þá verður það svo sannarlega rifjað upp. Blöðin og Twitter elska fátt meira en valtan stjóra og Ole Gunnar Solskjær stefnir í það ef ekki næst að rétta kúrsinn af.
Það hefði mátt halda að krísan hjá United færi í frí í landsleikjafríi, en nei, Harry Maguire hélt henni vel gangandi með að fá raut spjald í leik Englands og Danmerkur á miðvikudaginn fyrir vægast sagt tvö glórulaus brot og raddir orðnar háværar að hann þurfi smá frí til að hressast aðeins. Í dag koma fréttir um að hann sé hreinlega tæpur fyrir leikinn á morgun og væru þá flest til í að þá væri enn frekar ástæða itl að gefa honum frí. Solskjær kvaðst samt vona að hann spili.