Fyrir leikinn í dag var United búið minnka forystu Chelsea niður í 2 stig. Það var því tækifæri á að setja almennilega pressu á liðin fyrir ofan okkur með góðum sigri í dag. Það var hægt að gera væntingar til þess enda mótherji dagsins verið í basli allt tímabilið og búinn að missa einn einn besta leikmanninn sinn, kantmanninn Ryan Fraser á frjálsa sölu. Liðið á þó möguleika á að bjarga sér frá falli en það verður erfiðara með hverjum leik.
Enska úrvalsdeildin
AFC Bournemouth á morgun
Nú eru það sólstrandargæjarnir í Bournemouth koma á Old Trafford til að taka á óstöðvandi, því sem næst, og ef þetta er jinx þá biðst ég afsökunar, liði Manchester United.
Það er komið fram í júlí og einhverra hluta vegna er enn verið að spila deildarfótbolta. Venjulega værum við á þessum tímapunkti að velta fyrir okkur nýjum leikmönnum, eða það sem líklegra er, velta fyrir okkur hvers vegna engir nýir leikmenn eru komnir. Fyrir sjö árum var þetta þriðji dagur David Moyes í starfi og venjulega væru leikmenn búnir að taka þrjár æfingar.
Brighton 0:3 Manchester United
Í kvöld tóku Mávarnir í Brighton á móti Manchester United í þriðja deildarleik þeirra rauðklæddu eftir að deildin hófst að nýju. Fyrir leik var United í 6. sætinu eftir að Úlfarnir unnu sinn leik og Chelsea og Leicester voru 5 og 6 stigum á undan okkur í Meistaradeildarsætunum.
Solskjær tók því enga áhættu fyrir leikinn í dag og stillti upp sínu sterkasta liði:
Graham Potter ákvað að taka nokkra áhættu og skildi Neal Maupay og Leandro Trossard á bekknum og byrjaði með Aaron Connolly fremstan í 3-5-1-1.
Rauðu djöflarnir halda til suðurs
Eftir langa og stranga baráttu við kanarífuglana í austurhlutanum á laugardaginn var er United komið áfram í undanúrslit bikarsins ásamt Manchester City, Arsenal og Chelsea.
United munu þar etja kappi við Chelsea og vonast til að vinna á í fjórða sinn á leiktíðinni en Chelsea telfdi fram mikið breyttu liði, rétt eins og United, þegar þeir báru sigur út býtum gegn Leicester City á meðan United þurfti framlengingu og mark frá Harry Maguire til að komast í undanúrslitin.
Manchester United 3:0 Sheffield United
Paul Pogba byrjaði í fyrsta skipti síðan á annan í jólum og Mason Greenwood fékk tækifæri
Varamenn: Romero, Williams, Bailly, Fred, McTominay, Mata, Andreas, James, Ighalo
Lið Sheffield United
Leikurinn byrjaði hressilega, sóknir á báða bóga og Sheffield United var öllu meira með boltann en United sóknirnar voru hraðari, United náði svo að setja pressu á Sheffield United í smá tíma og úr innkasti fékk Rashford boltann, vippaði skemmtilega upp að endamörkum og stakk eina 3 varnarmenn af á tveimur metrum og gaf fastan lágan bolta og þar var Martial á markteignum nær og skoraði með föstu innanfótarskoti. Flott samvinna og United komið eitt – núll yfir á 7. mínútu.