Eftir hremmingar helgarinnar er ljóst að United verður ekki með í bikarúrslitaleiknum en fær þess í stað rými til að einblína á deildina og Evrópudeildina en báðar þessar keppnir geta boðið okkur leið inn í Meistaradeildina. Núna eru einungis tvær umferðir eftir í deildinni og eftir þær tekur við Evrópudeildin í ágúst þar sem United mætir LASK Linz í síðari viðureign liðanna.
Enska úrvalsdeildin
Crystal Palace 0:2 Manchester United
Fyrir leikinn talaði Ole um að United þyrfti að byrja þennan leik af krafti. Hann gerði aðeins eina breytingu ótilneyddur, McTominay fyrir Matic en Tim Fosu-Mensah kom inn fyrir meiddu bakverðina Williams og Shaw.
Varamenn: Romero, Dalot, Bailly, Matic, Fred, James, Lingard, Mata, Ighalo
Lið Palace:
Það var samt David de Gea sem var fyrsti maðurinn sem þurfti að gera eitthvað hjá United, verja gott skot Zaha strax í byrjun. Palace voru svo öllu atkvæðameiri næstu mínútur en þó var ekki mikið að gerast. Það var ekki fyrr en á 10. mínútu að United gerðu sig líklega, fengu horn en úr því varð ekkert. United náði ekki upp neinum takti í spilið, Palace pressaði hátt og vel og það liðu tuttugu mínútur áður en eitthvað markvert gerðist, Martial kom vel inn í teig og gaf þvert gegnum vörnina á Greenwood á fjær en aldrei þessu vant var Greenwood ekki að standa og skaut framhjá.
Baráttan um Meistaradeildarsæti heldur áfram
Þá er það næsti leikur í deildinni. Manchester United fer í heimsókn á Selhurst Park og spilar gegn Crystal Palace. Leikurinn hefst klukkan 19:15 að íslenskum tíma, dómari leiksins verður Graham Scott.
Manchester United var grátlega nálægt því að stökkva upp í þriðja sætið á mánudagskvöld en jöfnunarmark Southampton í viðbættum uppbótartíma hélt okkar mönnum í fimmta sætinu eitthvað áfram. Þá heyrðist í ansi mörgum stuðningsmönnum Manchester United: týpískt Manchester United.
Manchester United 2:2 Southampton
Lið Manchester United var óbreytt, enda engin meiðsli að hrjá hópinn og eins og Ole sagði fyrir leik, þokkaleg hvíld frá síðasta leik, þó það muni nú breytast
Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Andreas, Fred, James, Mata, McTominay, Ighalo
Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað, Southampton meira með boltann þó án þess að ógna mjög og það var United sem fékk fyrsta færið, Martial hirti boltann af Ward-Prowse og kom upp í teig, einn á móti markverði en lét McCarthy verja frá sér. Góð varsla en hrikalega slappt hjá Martial. Það liðu síðan varla tvær mínútur þangað til refsingin fyrir þetta kom. De Gea spilaði boltanum út á Pogba rétt utan teigs, Ings pressaði á hann og komst í boltann sem barst til Redmond sem lék inni í teiginn, gaf yfir á fjærstöng þar sem Stuart Armstrong var einn og óvaldaður, hafði nægan tíma, lagði fyrir sig boltann og hamraði í netið. Eitt-núll fyrir Southampton á 12. mínútu. Skelfilega illa að verki staðið þarna hjá United.
Southampton annað kvöld á Old Trafford
Hlutirnir halda áfram að falla með Manchester United. Í gær tapaði Chelsea stórt fyrir Sheffield United og því er svo komið að United er með það í hendi sér að enda í þriðja sæti deildarinnar. Fjórir sigrar þýða þriðja sætið, svo einfalt er það. Chelsea er enn með meistaradeildarsætið í eigin höndum, enda verður leikur United og Leicester síðasti leikurinn og það gæti reynst úrslitaleikur um meistaradeildarsæti. Það fer eftir niðurstöðu UEFA í máli Manchester City en niðurstaðan úr því verður kynnt á morgun, mánudag kl 8:30 að íslenskum tíma.