Ole Gunnar Solskjær stillti upp óbreyttu liði fjórða leikinn í röð. Okkar sterkasta byrjunarlið og sami bekkur og gegn Bournemouth. Gríðarlega mikilvægur leikur gegn liði í botnbaráttunni og ekkert svigrúm til að misstíga sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Á bekknum voru þeir Andreas Pereira, Brandon Williams (’66), Daniel James(’79), Eric Bailly, Fred(’71), Odion Ighalo(’79), Juan Mata, Scott McTominay(’66) og Sergio Romero.