Annað kvöld fer fram þriðja viðureign Manchester United og Chelsea. Fyrsti leikur liðanna tímabilinu fór fram á Old Trafford þar sem United sigraði 4:0 og gaf stuðningsfólki falska von um tímabilið framundan.
Gengi liðanna hefur verið ólíkt frá því. Chelsea er meira og minna búið að sitja í 4. sæti deildarinnar þrátt fyrir næg tækifæri fyrir United að saxa almennilega á forystuna. Svo slæmt hefur þetta verið í síðustu umferðum að United situr nú í 9. sæti og er sex stigum á eftir Chelsea og fimm stigum á eftir Tottenham sem læddist í dag uppí 5. sætið. Sigur á morgun er lífsnauðsynlegur sérstaklega ljósi þess að möguleiki er á því að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeild Evrópu í kjölfar dóms UEFA á Manchester City. En það koma fljótlega í ljós.