Ole Gunnar Solskjær ákvað að fara í 5-2-1-2 kerfið sitt sem hefur reynst ágætlega í stóru leikjunum á tímabilinu. Scott McTominay var settur á bekkinn eflaust einhverjum til gremju. Miðjutríóið Fred, Nemanja Matic og Bruno Fernandes fékk traustið en þeir félagar hafa náð vel saman frá því að sá síðastnefndi var keyptur undir lok janúargluggans.
Enska úrvalsdeildin
Borgarslagur á Old Trafford á morgun
Eftir jafnteflið við Everton um síðustu helgi kemur önnur og meiri prófraun á atlögu Ole Gunnars og liðsins hans að fjórða sætinu. Manchester City kemur í heimsókn. Það er ekki hægt að segja að það sé hægt að líta hýru auga á heimavallarforskot þegar kemur að því að taka á móti bláu grönnunum. Frá tapinu stóra 1-6 í október 2011 hefur City unnið fimm leiki til viðbótar á Old Trafford í deildinni, gert tvö jafntefli og United hefur aðeins unnið einn deildarleik gegn þeim á þessum rúmu níu árum, í frábærum 4-2 sigri árið 2015 sem lofaði góðu um framtíðina en eins og svo oft áður var það fölsk von.
Everton 1:1 Manchester United
Solskjær byrjaði með alla fjóra miðjumennina sem hafa verið að spila vel undanfarið og stillti upp í demant. Martial var heill eftir lítilsháttar meiðsli og Mason Greenwood fékk að byrja.
Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Mata, Lingard, Andreas, Ighalo
Lið Everton
En byrjunin var skelfilega. Það voru ekki liðnar þrjár mínútur þegar United fékk aukaspyrnu við eigin teig, Maguire gaf á De Gea sem tók sér allan tímann í heiminum, lagði boltann fyrir sig, skaut út og beint í fótinn á Calvert-Lewin sem var kominn að reyna að blokka. Þaðan small boltinn beint í netið!
Manchester United mætir á Goodison Park
Á fimmtudaginn síðasta fór United örugglega áfram í Evrópudeildinni eftir 5-0 heimasigur gegn Club Brugge, þar sem miðja United fór á kostum. Í gær var svo dregið í 16 liða úrslit og ljóst að topplið austurísku deildarinnar, LASK, verða mótherjar okkar þar.
En viðureign helgarinnar verður að öllum líkindum erfiðari þar sem Everton, sem hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarið, tekur á móti okkar mönnum. Fyrir leikinn er United í fimmta sætinu með 41 stig á meðan Everton situr í 11. sætinu með 36 stig.
Manchester United 3:0 Watford
Manchester United tók á móti Watford í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrri leik liðanna í deildinni lauk með 2:0 sigri Watford og átti United því harma að hefna. Ole Gunnar Solskjær gerði nokkrar breytingar frá sigurleiknum gegn Chelsea. Til að byrja með fór hann úr 5-2-1-2 taktíkinni í 4-3-3. Mason Greenwood kom svo í byrjunarliðið í stað Brandon Williams og Victor Lindelöf endurheimti sæti sitt við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar.