Eitt skref fram á við, eitt skref aftur. Þetta er saga þessa tímabils og eftir frækinn sigur á Chelsea tók auðvitða við afspyrnuslakur leikur gegn Club Brugge. En jafnteflið hafðist og það er ágæt von fyrir leikinn í næstu viku.
En fyrst er það Watford sem kemur í heimsókn (já ég er búinn að tékka, engin mistök í þetta skiptið). Tveimur dögum fyrir jól fór United á Vicarage Road, þremur stigum á eftir Chelsea og tapaði auðvitað. Nú, níu leikjum síðar er United ennþá þremur stigum á eftir Chelsea og það sem meira er, í hádeginu á eftir tekur Chelsea á móti Spurs. Það má því aðeins vona, en það hefur verið frekar bitur reynsla af slíkum vonum í vetur.