… þann fallega, al-enska sið!
Gleðileg jól kæru lesendur, vona þau séu ykkur öllum góð!
Að sjálfsögðu verður leikið í ensku knattspyrnunni á morgun, heil umferð fer fram og á morgun kl 17:30 tekur United á móti Newcastle United á Old Trafford (já ég er búinn að dobbeltékka!).
Eins og við vitum mætavel voru vonir um betra gengi United rækilega skotnar niður á sunnudaginn með hrikalegu tapi gegn Watford. Þetta þýðir að í stað þess að vera nálægt fjórða sætinu er United í 8. sæti með 25 stig og mótherjarnir á morgun eru í því níunda, með jafnmörg stig en mun verri markatölu. Steve Bruce er stjóri Newcastle og hefur átt erfitt með að vinna stuðningsmenn á sitt band enda eru þeir ansi brenndir af einum af fáum eigendum í efstu deild sem verður að teljast verri on okkar ekki-svo-ágætu Glazerar.