Byrjunarlið Manchester United leit svona út.
Bekkur: Romero, Bailly, Lingard (James 69′), Dalot, Shaw (Williams 69′), Greenwood (Andreas 45′), Gomes.
Fyrri hálfleikur
Það er ekki hægt að segja byrjunarlið kvöldsins hafi beinlínis verð spennandi. Það sorglega er að þetta er líklega það besta mögulega eins og staðan er í dag með marga menn á sjúkralistanum. Leikurinn fór alls ekki illa af stað. United var að búa til færi en klaufaskapur leikmanna í vítateig Burnley hjálpaði ekki neitt og kórónar sóknarleik liðsins síðustu ár. Burnley pressuðu stíft frá fyrstu mínútu og leikáætlunin var klárlega að freista þess að skora snemma og falla svo tilbaka og verjast. Chris Wood kom gestunum loks yfir á 39. mínútu með skalla úr föstu leikatriði. Enn eitt markið sem þetta United lið fær á sig úr föstu leikatriði á tímabilinu. Aftur var liðinu refsað fyrir kæruleysi í eigin sóknarleik. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0:1 Burnley í vil.