Stóra stundin rann loksins upp í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildin fór af stað að nýju. Það er alltaf sama tilhlökkunin að sjá nýtt tímabil fara af stað og sjálfsögðu ennþá skemmtilegra þegar allt byrjar vel. Manchester United tók á móti Fulham á frábæru föstudagskvöldi í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, frábært að eiga opnunarleikinn og setja vonandi tóninn fyrir það sem koma skal! Fyrir leik voru nýju leikmennirnir kynntir, þeir Leny Yoro, Joshua Zirkzee, Noussair Mazraoui og Matthijs de Ligt.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United – Fulham er opnunarleikur ensku úrvalsdeildarinnar 2024/25
Nýir leikmenn verða í leikmannahópi Manchester United í fyrsta sinn þegar liðið tekur annað kvöld á móti Fulham í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar 2024/25.
Manchester United er bikarmeistari 2024!!!
Frábær sigur 2:1 gegn Englandsmeisturum Manchester City. Markaskorarar United voru hinir 19 ára Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo.
Nánari umfjöllun er væntanleg en þangað til fögnum við bara fræknum sigri og frábærri liðsframmistöðu.
120. þáttur – Upphitun fyrir bikarinn og vangaveltur um framtíðarstjóra
Maggi, Gunnar og Hrólfur settust niður til að hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn gegn City. Umræðan byrjar þar en þróaðist út vangaveltur um framtíð Ten Hag og mögulega arftaka. Þýska bundesligan var einnig mikið rædd. Þáttur er í lengri kantinum enda alltof langt liðið frá síðustu upptöku.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
Brighton 0:2 Manchester United
Þá er enska úrvalsdeildin búinn þetta tímabil. Þrátt fyrir jákvæð úrslit í lokaleikjum deildarinnar er ljóst að Manchester United endar í 8.sæti með neikvæða markatölu. Þetta tímabil hefur ekki verið neitt nema vonbrigði í öllum keppnum nema enska bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit og mæta þar Englandsmeisturum síðusta 4 tímabila.
Fyrri hálfleikurinn í dag var líklega leiðinlegasti hálfleikur lokaumferðar deildarinnar. Ten Hag ákvað að stilla aftur upp í 4-2-4-0 eins og gegn Newcastle og verður það að öllum líkindum taktíkin gegn City í bikarúrslitunum. Brighton hafði svo sem ekki uppá neitt að spila í.. dag en United átti smá vonarglætu um að ná í sæti í Evrópukeppni en 6.sætið hefði gefið sæti í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var síðasti leikur De Zerbi við stjórnvölinn hjá Brighton en hann og stjórn liðsins komust að samkomulagi um starfslok.