Þá er röðin komin að deildinni á nýjan leik eftir tvo leiki röð í bikarkeppnum. Eftir þrjá leiki á nýju ári er United enn að leita eftir fyrsta sigrinum en það sem af er ári hefur frammistaða liðsins verið langt undir pari. Tap gegn Arsenal og Manchester City og jafntefli í leik gegn Úlfunum þar sem United átti ekki skot á rammann (reyndar í rammann sem telur ekki) gefa ekki góð fyrirheit um það sem eftir lifir leiktíðar.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:3 Manchester City
Meiðsli og veikingi settu svip sinn á lið United og uppstillingin sýndi hversu þunnur hópurinn er í raun og veru.
Varamenn: Romero, Dalot, Mata, Gomes, Matic, Martial, Chong
Lið City var hins vegar laust við meiðsli og Guardiola tefldi fram sínu sterkasta liði
City byrjaði enda mun betur og setti mikla pressu á United frá upphafi. Flott skyndisókn United á áttundu mínútu braut það samt upp, Jones náði boltanum, og Fred og Greenwood sóttu upp áður en Rashford rústaði Otamendi en fyrirgjöfin fór á varnarmann. Eftir þetta voru City aðeins meira með boltann en United voru síður en svo lakari í sóknaraðgerðum.
Arsenal 2:0 Manchester United
Í dag fór fram fyrsta viðureign Manchester United á því herrans ári 2020 en hún var af dýrari gerðinni. Erkifjendurnir í Arsenal tóku á móti Rauðu djöflunum á Emirates vellinum en Ole Gunnar Solskjær gerði örfáar breytingar frá leiknum gegn Burnley um síðustu helgi.
Á bekknum voru þeir Romero, Mata, Greenwood, Jones, Young, Pereira og Williams
Mikel Arteta stillti upp liði sínu ekki ósvipað og gegn Chelsea
Nýtt ár, nýtt líf?
Á sama tíma og við óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs opnar janúarglugginn sem eflaust einhverjir ef ekki allir stuðningsmenn United hafa beðið eftir. Tímabilið fram til þessa hefur einkennst af miklum sveiflum hvað varðar spilamennsku og nær flest allt tengt liðinu.
Á meðan liðið hefur ekki ennþá tapað fyrir einu af „stóru liðunum“ hefur stigasöfnun gegn neðri hluta deildarinnar vera óboðlegur svo ekki verði meira sagt. Liðið hefur lagt öll toppliðin fyrir utan Liverpool en tapar svo fyrir West Ham, Newcastle og Watford sem öll hafa verið í nokkrum vandræðum á tímabilinu.
Burnley 0:2 Manchester United
Solskjær gerði fjórar breytingar, Brandon Williams, Dan James, Nemanja Matic og Ashley Young komu inn í liðið frá síðasta leik
Varamenn Romero, Wan-Bissaka, Mata, Shaw, Lingard, Greenwood, Jones
Lið Burnley
Það sást strax á fyrstu mínútunum að þessi leikur var ekki að fara að verða sá hraðasti, enda léku bæði lið á fimmtudaginn. Fyrstu tíu mínúturnar áttu vel heima í facebook hópnum Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar en síðan fór United aðeins að hressast og ná smá spili. Það þarf hins vegar varla að taka fram að þeim gekki lítið að komast í gegnum vörn Burnley.