Þrjúhundruð og fimmtíu dögum eftir að José Mourinho var rekinn úr starfi sínu sem stjóri Manchester United, stígur hann aftur inn á Old Trafford en í þetta sinn sem arftaki þess stjóra sem margir töldu að yrði hans arftaki hjá United, Mauricio Pocchettino, sem varð þó ekki raunin.
Þess í stað tók norðmaðurinn knái, Ole Gunnar Solskjær, við liðinu eins og frægt er orðið en eftir frábæra byrjun þess norska hefur verulega tekið að halla undan fæti hvað varðar úrslit og spilamennsku.