Eftir röð útisigra kom loks tap gegn Bournemouth í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á fimmtudaginn vann United síðan töluvert öruggan 3:0 sigur gegn Partizan sem hefði getað orðið stærri en nægði þó til að tryggja sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það jákvæðasta við þann leik var að allir framherjar leiksins skoruðu mörk. Þetta tímabil hefur markast af rosalega ójafnri spilamennsku, töpum leikjum gegn liðum sem eiga að vinnast og sigrum gegn Chelsea og fínni frammistöðu gegn Liverpool. Fyrir þessa umferð situr United í 10.sæti og Brighton sæti ofar. Vinnist þessi leikur og önnur úrslit verða hagstæð getum við séð liðið hoppa uppí 6. sætið alræmda.
Enska úrvalsdeildin
Bournemouth 1:0 Manchester United
Manchester United stillti upp óbreyttu liði frá leiknum við Norwich um síðustu helgi en það er óhætt að segja að úrslitin hafi verið á annan veg
Varamenn: Romero, Mata, Lingard (68′), Rojo, Greenwood (80′), Garner, Williams (81′)
Lið heimamanna:
United var með yfirburði frá furstu mínútu, enda lá Bournemouth langt til baka og leyfði Unitd að athafna sig að vild. Það var þó ekki hættulasut og Dan James var skeinuhættur þeim á vinstri kantinum.
Suðurstrandargæjarnir á morgun
United fer á suðurströndina á morgun og hittir þar fyrir Bournemouth í hádegisleiknum.
Fyrir tveim vikum síðan hefði útileikur haft í för með sér grátur og gnístran tanna og líklegast hefði upphitarinn alfarið komið sér framhjá því að minnast á gengi liðsins á útivöllum. En síðan þá hafa komið þrír útisigrar í röð og nú þarf sá fjórði að koma til að viðhalda góðu gengi liðsins.
Norwich City 1:3 Manchester United
Byrjunarlið Manchester United var líkt því sem búist var við, Young missti ekki sæti sitt þrátt fyrir góða frammistöðu Brandon Williams gegn Partizan.
Varamenn: Romero, Rojo, Williams, Mata, Garner, Lingard, Greenwood
Lið heimamanna:
United byrjaði svo sem þokkalega, en það var samt Norwich sem fékk fyrsta færið, góð sókn upp hægra megin, enginn United maður gerði árás á boltann og endaði með sendingu á Cantwell í miðjum teignum. Wan-Bissaka var 2 metra frá og gat engan veginn stöðvað skotið, en vildi til að það fór hátt yfir. Á engan hátt ásættanleg varnarvinna.
Nýliðar Norwich sóttir heim
Eftir fyrsta útisigurinn síðan kvöldið góða í París er United aftur á útivelli og nú eru það nýliðar Norwich sem verða heimsóttir.
Vandamálið er samt augljóst þegar úrslitin í haust eru skoruð: United virðist fyrirmunað að skora fleiri en eitt mark í leik. Þegar Ole tók við og fram að leiknum í París var bent á að United væri að nýta færi sín betur en búast mætti við, skoruð mörk voru mun fleiri en vænt mörk (xG) en þetta tímabil hefur það verið að snúast við og nú er svo komið að United er ekki að skora eins mikið og búast mætti við.