Eftir glæsilegan heimasigur á Newcastle í fyrradag er komið að næstu leik í ensku jólageðveikinni. Burnley er statt um miðja deildina og eru með 24 stig þrátt fyrir nokkur mjög stór töp á tímabilinu. Liðið hefur verið þekkt fyrir agaðan og skipulagðan varnarleik en hefur verið að leka inn mörkum á tímabilinu. Það er því vissulega tækifæri á að ná nokkrum mörkum. En reynslan hefur sýnt að það eru nákvæmlega leikirnir sem United vinnur ekki og ná jafnvel ekki að skora í þeim heldur.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 4:1 Newcastle United
Ole Gunnar Solskjær gerði tvær breytingar frá síðasta leik: Andreas Pereira og Mason Greenwood koma inn fyrir Jesse Lingard og Dan James
Varamenn: Romero, Jones, Young, Lingard, Mata, Pogba. James
Lið andstæðinganna:
Það er óhætt að segja að Scott McTominay hafi verið í aðalhlutverki í upphafi leiksins, Hann vékk gult á innan við mínutu fyrir brot á Sean Longstaff og tveimur mínútum síðar var hann farinn að haltra eftir að hafa lent í samstuði. Paul Pogba sem Ole hafði sagt að væri ekki kominn í nægilega leikæfingu til að þola heilan leik var því farinn að hita upp strax á fimmtu mínútu. McTominay hristi þetta þó af sér og lék áfram.
Fótboltaleikinn, á annan í jólum…
… þann fallega, al-enska sið!
Gleðileg jól kæru lesendur, vona þau séu ykkur öllum góð!
Að sjálfsögðu verður leikið í ensku knattspyrnunni á morgun, heil umferð fer fram og á morgun kl 17:30 tekur United á móti Newcastle United á Old Trafford (já ég er búinn að dobbeltékka!).
Eins og við vitum mætavel voru vonir um betra gengi United rækilega skotnar niður á sunnudaginn með hrikalegu tapi gegn Watford. Þetta þýðir að í stað þess að vera nálægt fjórða sætinu er United í 8. sæti með 25 stig og mótherjarnir á morgun eru í því níunda, með jafnmörg stig en mun verri markatölu. Steve Bruce er stjóri Newcastle og hefur átt erfitt með að vinna stuðningsmenn á sitt band enda eru þeir ansi brenndir af einum af fáum eigendum í efstu deild sem verður að teljast verri on okkar ekki-svo-ágætu Glazerar.
Watford 2:0 Manchester United
Jólagjöfin sem stuðningsmenn fengu í dag var ein sú súrasta sem sést hefur og vonir hljóta að standa til að sem flest ykkar hafi nýtt tímann í jólaundirbúning og útréttingar frekar en að horfa á þennan leik. Spáin fyrir leik að þessi gæti orðið vesen var alltof góð.
Eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu var Paul Pogba loksins kominn í næga æfingu til að sitja á bekknum gegn botnliði Watford.
Botnlið Watford heimsótt á morgun
Það fer að líða að jólum og eins og alltaf er góð törn í ensku knattspyrnunni þá og hefst á morgun þegar botnlið Watford kemur í heimsókn á Old Trafford tekur á móti okkar mönnum. Eins og svo oft áður kom slæmur leikur í kjölfar góðra og jafnteflið gegn Everton þýddi að liði er ekki eins nálægt fjórða sætinu og ella. Á morgun mætast Tottenham og Chelsea þannig að sigur United á Watford kemur liðinu algjörlega í baráttuna, ekki síst ef Chelsea vinnur ekki
En það er orðið langt síðan að við fórum inn í leik gegn botnliðinu á Old Trafford algerlega fullviss um að sigurinn væri formsatriði. United á að vinna þennan leik á morgun en það er stórhættulegt að gera ráð fyrir að sú verði raunin