Manchester United tekur á móti Leicester City í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Gestirnir hafa byrjað tímabilið vel og eru í 3.sæti fyrir leik morgundagsins. United geta jafnað Leicester að stigum með sigri á morgun en okkar menn sitja í 8.sæti deildarinnar. Þetta er alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir United en verður mun erfiðari en búist var við eftir fréttir dagsins. Paul Pogba, Anthony Martial, Luke Shaw, Diogo Dalot og Bailly eru frá en Wan-Bissaka og Jesse Lingard eru tæpir sem getur þýtt ansi skrautlegt byrjunarlið hjá heimamönnum. Byrjunarliðið sem ég vildi helst fá er:
Enska úrvalsdeildin
Southampton 1:1 Manchester United
Leikurinn í dag var fjórði leikurinn á tímabilinu en fyrir leikinn hafði United unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli. Ekkert til þess að gráta yfir en vissulega súrt miðað við hvernig leikirnir spiluðust og öll þau tækifæri sem gáfust sem hefðu geta fært okku fullt hús stiga.
Fyrir leikinn í dag var vitað að Southampton yrðu erfiðir þar sem þeim hefur ekki mistekist að skora á heimavelli sínum í 10 mánuði. Því hefði liðið geta sagt sér að til þess að leggja dýrlingana að velli á St. Mary’s þyrfti liðið að skora a.m.k. tvö mörk. Það reyndist þrautin þyngri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Dýrlingarnir taka á móti djöflunum
Eftir þá rússíbanaferð sem sumarglugginn bauð okkur upp á þar sem United virtist vera á höttunum eftir öðrum hverjum leikmanni Evrópu og undirbúningstímabil með sex sigrum í jafnmörgum leikjum og markatöluna 12-3 voru jafnvel svartsýnustu stuðningsmenn United tilbúnir til að gefa Ole Gunnar Soskjær og liðinu svigrúm til að sýna hvað í því býr.
Leikarnir hófust á Old Trafford, sem kannski mun bera annað nafn í framtíðinni en það er saga fyrir annan dag, þar sem United tók á móti Chelsea í fyrsta stórleik tímabilsins. Þar mættust tvö áþekka lið sem bæði eru að ganga í gegnum ákveðið skeið breytinga með gamlar kempur við stjórnvölinn.
Manchester United 1:2 Crystal Palace
Ole Gunnar Solskjær stillti upp óbreyttu liði sem og óbreyttum bekk og á mánudaginn var gegn Wolves
Varamenn: Sergio Romero, Tuanzebe, Young, Andreas, Mata, Matic, Greenwood
Palace undir stjórn Roy Hodgson mætti hins vegar á Old Trafford með stíft varnarlið
Það kom því ekki á óvart að United sótti frá fyrstu mínútu, en vörn Crystal Palace alltaf þétt fyrir. Loksins kom virkilega skemmtileg sókn á 16. mínútu, Rashford var út vinstra megin og eftir þrjár sendingar gegnum teiginn kom boltinn á James sen hann skaut í Van Anholt og í horn. Sóknarþunginn jókst og jókst og Palace var í nauðvörn inni í teig. Það nægði til að United var ekki að skapa opin færi. Rashford tók tvær aukaspyrnur á mismunandi stöðum utan teigs, en hvorug hitt á rammann.
Crystal Palace á Old Trafford á morgun
Þessar fyrstu vikur tímabilsins eru rólegar og aðeins einn leikur á viku, Á morgun kemur Crystal Palace í heimsókn og hrina leikja sem United á á pappírnum að vinna hefst.
Fyrstu tveir leikinir tókust ágætlega þó að vissulega hefði sigur á Wolves verið vel þeginn. United fékk fjögur stig úr þessum tveimur leikjum, þremur meira en úr sambærilegum leikjum í fyrra og vonandi að það haldi áfram. Crystal Palace voru mjög rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar. Þeir fengu Gary Cahill á frjálsri sölu frá Chelsea, James McCarthy kom frá Everton og Jordan Ayew from Swansea fyrir klink. Eini maðurinn sem þeir seldu var síðan auðvitað Aaron Wan-Bissaka. Hann þarf á morgun að takast á við Wilf Zaha sem fékk ekki að fara frá Palace þrátt fyrir beiðni þar um.