Þá er komið að sjöttu umferð ensku Úrvaldsdeildarinnar en hún hófst í gær þegar Southampton steinlá á heimavelli fyrir Bournemouth 3-1. United leikur hins vegar á sunnudeginum eftir Evrópudeildarleik í miðri viku. Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í FC Astana mættu þá í Manchesterborg en þeim leik lauk með 1-0 sigri United.
Miðað við þann fjölda breytinga sem Ole Gunnar Solskjær gerði á liðinu og þau meiðslavandræði sem hafa verið hrjá United verður það að teljast þokkalegt og gaman að sjá leikmenn eins og Tahith Chong, Angel Gomes og Mason Greenwood fá tækifæri.