Ole Gunnar Solskjær stillti upp óbreyttu liði sem og óbreyttum bekk og á mánudaginn var gegn Wolves
Varamenn: Sergio Romero, Tuanzebe, Young, Andreas, Mata, Matic, Greenwood
Palace undir stjórn Roy Hodgson mætti hins vegar á Old Trafford með stíft varnarlið
Það kom því ekki á óvart að United sótti frá fyrstu mínútu, en vörn Crystal Palace alltaf þétt fyrir. Loksins kom virkilega skemmtileg sókn á 16. mínútu, Rashford var út vinstra megin og eftir þrjár sendingar gegnum teiginn kom boltinn á James sen hann skaut í Van Anholt og í horn. Sóknarþunginn jókst og jókst og Palace var í nauðvörn inni í teig. Það nægði til að United var ekki að skapa opin færi. Rashford tók tvær aukaspyrnur á mismunandi stöðum utan teigs, en hvorug hitt á rammann.