Eftir að Manchester United mistók að viðhalda Meistaradeildardrauminum eftir afdrifarík einstaklingsmistök á þriðjudaginn síðast liðinn var ljóst að liðið mun ekki fagna neinum titli í ár. Ef litið er á björtu hliðina þá gefst meiri tími til að einblína á deildina en sem stendur er liðið í granítharðri baráttu við Tottenham, Arsenal og Chelsea um 3. og 4. sætið. Einungis 3 stig skilja þessi lið að og öll hafa liðin leikið 33 leik að undanskildu Chelsea sem hefur spilað leik meira.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:1 West Ham
Ole Gunnar Solskjaer talaði um að United þyrfti að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum til að tryggja þáttöku í Meistaradeildinni. Liðið tók öll stigin í dag en frammistaðan var algjörlega ósannfærandi. Solskjaer hvíldi nokkra leikmenn í dag og fengu nokkrir leikmenn séns til að sýna eitthvað til að réttlæta betri samning eða hreinlega til að sannfæra stjórann um að selja sig ekki. Helst ber þar að nefna Marcos Rojo, Juan Mata og David de Gea. West Ham skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að það var rangur dómur og sem betur fer er VAR ekki komið ennþá í gagnið í Úrvalsdeildinni. Frammistaða Rojo var þannig að hans yrði varla saknað ef hann fer. Reyndar var hann að spila í bakverði sem er ekki hans sterkasta staða. Juan Mata lék ágætlega og vann vítaspyrnuna sem Paul Pogba skoraði úr. Sameiginleg mistök David de Gea og Marcos Rojo urðu til þess að West Ham tókst að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Mata var óheppinn með að vera sá sem fórnað var til setja Marcus Rashford inná en þeir Jesse Lingard og Anthony Martial höfðu verið talsvert daprari. Sá síðarnefndi vann einnig vítaspyrnu seint í leiknum og aftur skoraði Pogba. 2:1 sigur staðreynd en frammistaðan engan veginn nógu góð.
Manchester United tekur á móti á West Ham
Nú þegar farið er að sjá fyrir endan á tímabilinu eru öll stig orðin mjög mikilvæg og mjög mikilvægt að misstíga sig ekki. Úrslitin að undanförnu hafa ekki verið eins góð og við hefðum viljað. Tímabilið hjá West Ham hefur reyndar ekki verið uppá marga fiska og árangur liðsins klárlega undir væntingum eftir miklar fjárfestingar sumarsins. Liðið gjörsamlega valtaði yfir United fyrr í vetur í einni af verstu frammistöðum United undanfarin ár. Það væri svo alveg týpískt að Lukasz Fabianski myndi eiga stórleik í leiknum á morgun.
Wolverhampton Wanderers 2:1 Manchester United
Það vakti strax mikla athygli þegar leikmenn Manchester United stigu út úr liðsrútunni fyrir þennan leik að hvergi var hægt að finna Rashford og Herrera meðal leikmanna. Einhverjir blaðamenn komu með þær fréttir að Rashford væri veikur en fjarvera Herrera var óútskýrð lengi framan af. Seinna breyttist þó ástæðan fyrir fjarveru Rashford úr veikinum í meiðsli. Solskjær staðfesti það svo stuttu fyrir leik að báðir leikmenn væru meiddir. Rashford er víst meiddur á ökkla. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli en þetta eru víst glæný meiðsli á hinum ökklanum. Ekki góðar fréttir. Samsæriskenningar um að Herrera væri frá vegna háværs slúðurs um að hann væri að heimta of há laun og vildi heldur fara frítt til PSG í sumar en þiggja það sem United væri tilbúið að borga honum virtust þá ekki vera réttar. En það er vonandi að meiðsli þessara leikmanna séu ekki alvarleg.
Úlfarnir heimsóttir
Eftir góðu fréttirnar um fastráðningu Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hélt liðið upp á það með lélegri frammistöðu gegn Watford sem þó skilaði sigri. Nú er komið að því að mæta Úlfunum aftur. Það var heldur betur svekkjandi að horfa upp á liðið henda frá sér afskaplega öflugum bikarsigrum á útivöllum gegn Arsenal og Chelsea með því að tapa verðskuldað fyrir Úlfunum í fjórðungsúrslitum. En nú er tækifæri til að bæta fyrir báðar þessar frammistöður og sýna úr hverju liðið er gert.