Þetta var alls ekki sannfærandi í dag og var spilamennskan ekki ósvipuð og gegn Wolves í bikarnum. Liðið byrjaði leikinn skelfilega og var Watford liðið margfalt sprækara. United lifnaði þó aðeins við og þá sérstaklega þegar Marcus Rashford kom liðinu yfir eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Eftir það kom besta tímabil United í leiknum og hefði liðið alveg mátt nýtt þá yfirburði en gerðu ekki. United var því með 1:0 forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar líklega sá versti undir Solskjær. United tókst samt að bæta við forystuna með skrautlegu marki eftir krafs í vítateig Watford. Doucoure tókst að laga stöðuna með laglegu marki eftir að hafa labbað í gegnum United vörnina sem hafði fram að því verið nokkuð góð. Mikilvæg 3 stig í hús og er liðið jafnt Tottenham að stigum amk í bili.
Enska úrvalsdeildin
United tekur á móti Watford
Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu heldur áfram á morgun. Manchester United tekur á móti Watford sem er búið að eiga fínt tímabil en liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Wolves. Síðast þegar liðin mættust sigraði United með 1:2 þar sem Romelu Lukaku og Chris Smalling sáu um markaskorun. Watford liðið er mjög gott en hefur átt það til að drulla örlítið samanber niðurlæginguna þeirra á Anfield. Óljóst er um þáttöku þeirra Tom Cleverley, Andre Gray og Jose Holebas. United hefur tapað tveimur leikjum gegn Arsenal í deild og Wolves í enska bikarnum.
Arsenal 2:0 Manchester United
Það kom á óvart að Diogo Dalot fékk tækifærið á hægri kantinum eftir góða frammistöðu gegn PSG. Liðið var annars í frekar venjubundinni 4-3-3 uppstillingu.
Varamenn: Romero, Bailly, Rojo, McTominay, Pereira, Martial (71′), Greenwood (80′)
Arsenal stillti upp í þriggja manna vörn, og með báða framherjana inná, Lacazette og Aubameyang. Það var sá fyrrnefndi sem fékk fyrsta tækifærið en náði ekki til boltans á markteig, hefði getað orðið hættulegt þar.
Fer United niður á jörðina á Emirates á morgun?
Stærsta verkefnið sem Ole Gunnar Solskjær stendur frammi fyrir nú er einfalt: Að koma liði Manchester United niður á jörðina eftir eitt stórfenglegasta kvöld United í Evrópukeppni. Það er annað mál hvort stuðningsmenn verða komnir þangað, en það skiptir minna máli.
Það er hins vegar klárt mál að leikmenn United hlýtur að líða eins og þeir séu ósigranlegir, að fara til Parísar og koma heim með 3-1 sigur mun gefa þeim þann kraft sem þarf til að fara á Emirates á morgun og gera það sem þarf til að koma í veg fyrir að Arsenal komist aftur upp í fjórða sætið, og helst að leika eftir sigurinn í bikarleiknum um daginn.
Manchester United 3:2 Southampton
Liðið sem átti að sinna því verkefni var svona
Varamenn: Grant, Dalot 52′, Bailly, Marcos Rojo, Fred 82′, Gomes, Chong 95′
Lið Southampton var að mestu eins og búist var við
United setti strax í gír og það voru tvær mínútur á klukkunni þegar Lukaku fékk boltann af varnarmenni inn á teiginn en Gunn varði mjög vel í horn. Gunn þurfti að verja aftur vel þegar hann misreiknaði bolta frá Andreas og náði að slá hann yfir á síðustu stundu. Eftir hornið var hann síðan á réttum stað til að verja skot Lukaku af markteig!
Eins og svo oft áður þegar lið pressar strax í byrjun slaknar á pressunni og Southampton fékk horn eftir 11. mínútu og Jannik Vestergaard skallaði yfir næsta óvaldaður, ekki alveg nógu gott þar. Stutt síðar var Smalling stálheppinn að fá ekki dæmt á sig víti, Redmond gaf innfyrir og Bertrand var í kapphlaupi við Smalling, Smalling greip í treyju Bertrand sem var um það bil kominn fram fyrir Smalling og féll við. Þetta hefði eiginlega átt að vera víti þó það hefði verið í harkalegri kantinum.
Leikurinn var síðan kominn í eitthvað moð. United náði engan veginn að halda boltanum eða byggja upp spil og þeim var refsað þegar 25 mínútur voru liðnar. Southampton var með boltann, sótti að og Valery fékk boltann á auðum sjó hægra megin um tuttugu og fimm metra frá marki, lék áfram og lét síðan vaða og boltinn small í netinu. Rosalegt mark.
Embed from Getty Imageswindow.gie=window.gie||function(c){(gie.q=gie.q||[]).push(c)};gie(function(){gie.widgets.load({id:'LgF8O5FpSvh0IW3nQEubpA',sig:'0hyZF0r8_Uni_hQocLLJrrLbcWgox6BJ946mK7NIWRQ=',w:'594px',h:'396px',items:'1133192339',caption: true ,tld:'com',is360: false })});
United liðið vaknaði þó að minnsta kosti við þetta, Shaw átti góða fyrirgjöf sem Rashford potaði í og tók þannig skotið af Lukaku og Lukaku náði síðan ekki skalla eftir góða fyrir gjöf Andreas. Sánchez var frekar týndur úti vinstra megin en átti þó sendinguna á Shaw sem skapaði fyrirgjöfina þarna. Sömuleiðis var þessi fyrirgjöf Andreas fyrsta fyrirgjöfin sem tókst hjá honum eftir nokkrar ansi misheppnaðar.
Smalling var næstum búinn að skora með skalla eftir horn, en boltinn fór rétt framhjá. Reyndar hélt Rashford boltanum í leik en ekkert varð úr því. Aftur hefði United getað fengið víti á sig, Bertrand fór framhjá Young rétt við ytri mörk teigsins, Young greip í hendi Bertrand sem kastaði sér niður. Þetta átti annað hvort að vera víti eða gult og þar með rautt á Bertrand en Stuart Attwell athafðist ekkert.
Þetta var frekar slakur fyrri hálfleikur hjá United. Færi komu jú og leikmenn hefðu átt að klára eitt eða tvö þeirra en það var enginn að spila af fullri getu. Rashford var ekki í stuði, slakur úti á kanti en Lukaku kom betur út eftir að þeir skiptu, Rashford þó lítið betri inni á teig.
Gárungarnir voru að segja að De Gea hefði átt að verja markið, var með hendur í boltanum, en skotið var þvílíkt bylmingsskot að hann hélt honum ekki
Seinni hálfleikur byrjaði ekki með sömu flugeldasýningu og sá fyrri en fljótlega meiddist Sánchez og Diogo Dalot kom inná. Dalot hafði reyndar verið að hita upp frá í hálfleik þannig skiptingin kom ekki á óvart.
Dalot var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann sneri vel af sér tvo varnarmenn og náði fínni fyrirgjöf en Rashford á fjær skallaði framhjá. Þarna átti hann sannarlega að hitta markið!
Embed from Getty Imageswindow.gie=window.gie||function(c){(gie.q=gie.q||[]).push(c)};gie(function(){gie.widgets.load({id:'T6apYDg6SLF4w2p0YUVEGg',sig:'S_ZxLZ_1pc9pc2XsfYi4rxSt6I0HCfkFBgSSf9DkX0g=',w:'594px',h:'447px',items:'1133199466',caption: true ,tld:'com',is360: false })});
En á næstu mínútu skoraði Andreas Pereira með stórfenglegu skoti. Hann fékk boltann nokkuð utan teigs og var leyft að leggja hann fyrir sig óáreittur og sveiflaði síðan hægri fæti eins og sleggju. Skotið sveigði glæsilega og fór í markið rétt undir þverslána. Það var auðvitað Dalot sem átti sendinguna á Pereira þó ekki hefði hún skipt meginmáli.
Southampon svaraði með að leggja í stórsókn sem varði í nokkrar mínútur með hálffærum, hornum og látum, en það var United sem skoraði. Andreas átti sendinguna, Lukaku losaði sig við tvo menn í teignum og setti boltann í fjær hornið
Úr 0-1 í 2-1 á fimm mínútum, frábær viðsnúningur og nú verðum við að spyrja okkur hvort það var því að þakka að Alexis Sánchez fór útaf.
Sóknir United héldu áfram og ljóst að liðið saknaði Sánchez lítt. Andreas var kominn framar á völlinn og Rashford og Lukaku voru báðir frammi, en meira til hliðanna. Diogo Dalot var kominn með allt sjálfstraustið og reyndi tvö langskot sem fóru framhjá. Hann og Luke Shaw sáu um breiddina úti á köntum.
Embed from Getty Imageswindow.gie=window.gie||function(c){(gie.q=gie.q||[]).push(c)};gie(function(){gie.widgets.load({id:'fgHh262FQoVfGFhKKoFmzw',sig:'ArR_Wqhh6XIXReXXvLzAsYOohQ5qLLD16hr6d1ngHa4=',w:'594px',h:'396px',items:'1133202787',caption: true ,tld:'com',is360: false })});
En eins marks forskot er brothætt og á 75. mínútu fékk Southampton aukaspyrnu rétt utan teigs, James Ward-Prowse tók hana og sveiflaði boltanum yfir vegginn og í hornið rétt utan fingurgóma David de Gea. Enn eitt frábært markið í leiknum. United náði ekki upp pressu eftir þetta og skiptingin á 81. kom smá á óvart, Andreas Pereira sem hafði átti fínan leik í seinni hálfleik fór af velli og Fred kom inná.
Það leit út eins og allur vindur væri úr liðinu en þeir áttu þá smá eftir. Fred var með boltann á miðjunni nálægt teig, gaf út á Shaw, fékk boltann aftur og stakk á Lukaku sem sneri og skaut á punktinum og setti hann bara inn úti við stöng!
Embed from Getty Imageswindow.gie=window.gie||function(c){(gie.q=gie.q||[]).push(c)};gie(function(){gie.widgets.load({id:'rXJKAcbuS5FQskB2G3KEDQ',sig:'YwbrxepmxfZDG7UUWM8jC0jnczmk5gCkht5Jxsec41E=',w:'594px',h:'381px',items:'1133199889',caption: true ,tld:'com',is360: false })});
Southampton hélt áfram sinni fínu frammistöðu síðustu mínúturnar en Pogba náði boltanum og sótti upp, gaf á Rashford sem fór inn á teig, fyrsti maður náði að trufla Rashford en sá næsti, varamaðurinn Armstrong fór beint aftan í Rashford og vítið óumflýjanlegt. Pogba skaut hins vegar beint á markið þannig að Gunn náði sinni síðustu vörslu í leiknum, krækti fæti í boltann.
Tahith Chong fékk mínútu inn á vellinum sem varamaður fyrir Rashford en ekkert gerðist frekar utan að Pogba fékk gult fyrir að tefja innkast.
Þetta var hrottalega tæpt og Southampton má vera svekkt með að fara ekki með stig. 4-2 hefði því sem næst verið móðgun en við þiggjum þetta. United er komið í fjórða sætið, þremur stigum á eftir Tottenham og einu á undan Arsenal sem verða einmitt mótherjarnir um næstu helgi.
OLE’S AT THE WHEEL!