Næst síðasti deildarleikur United á þessari leiktíð fór fram í kvöld þegar Eddie Howe og lærisveinar hans mættu á Old Trafford í kvöld en þrjú stig skildu liðin að áður en flautað var til leiks. United sat í 8. sæti og Newcastle í því 6. en líka með mun hagstæðari markatölu.
Erik ten Hag stillti upp í 4-2-3-1 en hvorki Hojlund né Rashford byrjuðu þennan leik. Í stað þeirra var Bruno Fernandes fremsti maður. Þá var Martinez enn ekki klár í að byrja en hann var á bekknum: