í dag mætti United til Huddersfield þar sem heimamenn tóku á móti okkar mönnum á stórglæsilegum velli sínum. Huddersfield var fyrir löngu fallið úr deildinni og höfðu einungis upp á stoltið að spila en liðið hafði einungis tekist að krækja í 4 stig af síðustu 69 mögulegum og á blaði hefði þessi leikur átt að vera borðleggjandi sigur fyrir United. En annað kom á daginn.
Enska úrvalsdeildin
Ekkert annað en þrjú stig í boði
Á morgun heldur Manchester United til West Yorkshire og heimsækir þar lánlaust lið Huddersfield United en leikur verður næst síðasti leikur United í deildinni á þessu tímabili. Liðið hefur verið á undanförnum vikum í sannkölluðu dauðafæri á að koma sér í bílstjórasætið í baráttunni við Arsenal og Chelsea (og reyndar Tottenham líka) um Meistaradeildarsæti en svo virðist sem ekkert af þessum liðum hafi löngun eða baráttuviljann sem þarf til þess að klára dæmið.
Manchester Utd 1:1 Chelsea
United stimplaði sig út úr baráttunni um 4. sætið í dag. Liðið byrjaði leikinn mjög vel og skoraði Juan Mata laglegt mark eftir gott samspil liðsins. Undir lok hálfleiksins gerði De Gea enn ein mistökin sem urðu til þess að Chelsea náði að jafna þennan leik. Þetta virtist slökkva alveg í þessu liði sem hefur andlegan styrk á við plastpoka. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og ákvað dómari leiksins að vera í stíl. Marcus Rojo var mjög heppinn að fá ekki rautt spjald en hann átti tvær ljótar tæklingar í leiknum. 1:1 jafntefli staðreynd í döprum fótboltaleik.
United tekur á móti Chelsea
Eftir rosalega svekkjandi úrslit og frammistöður undanfarið er komið að enn einum leiknum sem verður að sigrast. Chelsea liðið er eitt af þessum liðum sem eru að berjast um þessi 3-4 sæti við Tottenham, Arsenal og United. Í raun er þetta Chelsea lið það eina sem virðist eiga raunhæfa möguleika á að ná Tottenham. Gengi United hefur verið skelfilegt frá seinni leiknum gegn PSG og eru hveitabrauðsdagarnir hvergi í sjónmáli. Lykilmenn liðsins hafa verið að bregðast í síðustu leikjum og þegar menn eins og David de Gea eru farnir að gera regluleg mistök er fokið í flest skjól.
Manchester United 0:2 Manchester City
Eftir ágætis fyrri hálfleik náði United ekki að halda í við gestina í þeim síðari en enn og aftur skorar mótherjinn mörk sem virðast einfaldlega alltof auðveld. Lokatölur 0-2 á Old Trafford í kvöld og enn vinnur Manchester City borgarslaginn.
Ole ákvað að fara enn á ný í þetta 532/442 leikkerfi sitt þar sem Ashley Young virtist nokkurskonar bakvörður sem og kantmaður. Byrjunarlið kvöldsins var eftirfarandi;