Það vakti strax mikla athygli þegar leikmenn Manchester United stigu út úr liðsrútunni fyrir þennan leik að hvergi var hægt að finna Rashford og Herrera meðal leikmanna. Einhverjir blaðamenn komu með þær fréttir að Rashford væri veikur en fjarvera Herrera var óútskýrð lengi framan af. Seinna breyttist þó ástæðan fyrir fjarveru Rashford úr veikinum í meiðsli. Solskjær staðfesti það svo stuttu fyrir leik að báðir leikmenn væru meiddir. Rashford er víst meiddur á ökkla. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli en þetta eru víst glæný meiðsli á hinum ökklanum. Ekki góðar fréttir. Samsæriskenningar um að Herrera væri frá vegna háværs slúðurs um að hann væri að heimta of há laun og vildi heldur fara frítt til PSG í sumar en þiggja það sem United væri tilbúið að borga honum virtust þá ekki vera réttar. En það er vonandi að meiðsli þessara leikmanna séu ekki alvarleg.
Enska úrvalsdeildin
Úlfarnir heimsóttir
Eftir góðu fréttirnar um fastráðningu Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hélt liðið upp á það með lélegri frammistöðu gegn Watford sem þó skilaði sigri. Nú er komið að því að mæta Úlfunum aftur. Það var heldur betur svekkjandi að horfa upp á liðið henda frá sér afskaplega öflugum bikarsigrum á útivöllum gegn Arsenal og Chelsea með því að tapa verðskuldað fyrir Úlfunum í fjórðungsúrslitum. En nú er tækifæri til að bæta fyrir báðar þessar frammistöður og sýna úr hverju liðið er gert.
Manchester Utd 2:1 Watford
Þetta var alls ekki sannfærandi í dag og var spilamennskan ekki ósvipuð og gegn Wolves í bikarnum. Liðið byrjaði leikinn skelfilega og var Watford liðið margfalt sprækara. United lifnaði þó aðeins við og þá sérstaklega þegar Marcus Rashford kom liðinu yfir eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Eftir það kom besta tímabil United í leiknum og hefði liðið alveg mátt nýtt þá yfirburði en gerðu ekki. United var því með 1:0 forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar líklega sá versti undir Solskjær. United tókst samt að bæta við forystuna með skrautlegu marki eftir krafs í vítateig Watford. Doucoure tókst að laga stöðuna með laglegu marki eftir að hafa labbað í gegnum United vörnina sem hafði fram að því verið nokkuð góð. Mikilvæg 3 stig í hús og er liðið jafnt Tottenham að stigum amk í bili.
United tekur á móti Watford
Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu heldur áfram á morgun. Manchester United tekur á móti Watford sem er búið að eiga fínt tímabil en liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Wolves. Síðast þegar liðin mættust sigraði United með 1:2 þar sem Romelu Lukaku og Chris Smalling sáu um markaskorun. Watford liðið er mjög gott en hefur átt það til að drulla örlítið samanber niðurlæginguna þeirra á Anfield. Óljóst er um þáttöku þeirra Tom Cleverley, Andre Gray og Jose Holebas. United hefur tapað tveimur leikjum gegn Arsenal í deild og Wolves í enska bikarnum.
Arsenal 2:0 Manchester United
Það kom á óvart að Diogo Dalot fékk tækifærið á hægri kantinum eftir góða frammistöðu gegn PSG. Liðið var annars í frekar venjubundinni 4-3-3 uppstillingu.
Varamenn: Romero, Bailly, Rojo, McTominay, Pereira, Martial (71′), Greenwood (80′)
Arsenal stillti upp í þriggja manna vörn, og með báða framherjana inná, Lacazette og Aubameyang. Það var sá fyrrnefndi sem fékk fyrsta tækifærið en náði ekki til boltans á markteig, hefði getað orðið hættulegt þar.