Það má hugsa sér það þessi auðvelda, á pappírnum, byrjun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United hafi verið úthugsuð, ekki einasta hafi Mourinho verið rekinn á þessum tímapunkti vegna frammistöðunnar gegn Liverpool, heldur hafi eigendur og Woodward horft á planið og hugsað hvernig staðan væri ef liðið færi í gegnum jól og áramót og næði fimm sigrum, að hætti og Mourinho og hann væri þá órekanlegur.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:0 Reading
Í dag tók Manchester United á móti Reading á Old Trafford með mikið breyttu liði í fyrsta FA-bikarleik okkar á þessu tímabili. Leikurinn fór mjög hægt af stað og bæði lið virtust vera varkár en það voru gestirnir sem voru mun meira með boltann fyrstu 10 mín.
Ekki beint sú byrjun sem hvað flestir áttu von á en fyrsta alvöru færið leit ekki dagsins ljós fyrr en á 16. mínútu þegar United spilaði gífurlega skemmtilega saman, Fred, McTominay, Lukaku og Sanchez sem endaði með skoti frá sílemanninum sem fór rétt yfir markið.
Reading mætir í bikarveislu
Þá er komið að fyrsta leik okkar í FA-bikarnum en að þessu sinni hefjum við leika með hádegisleik gegn hinum konunglegum í Reading (e. the Royals). Leikurinn fer fram á Old Trafford og má búast við því að Ole Gunnar Solskjær komi til með að nýta þennan leik til að leyfa þeim, sem fáar mínútur hafa fengið á vellinu, að spreyta sig. Þessi lið mættust í þriðju umferð FA-bikarsins fyrir tveimur árum síðan en þá vann United afgerandi sigur með fjórum mörkum gegn engu, sem voru í boði Wayne Rooney, Anthony Martial og Marcus Rashford (2).
Newcastle 0:2 Manchester United
Nýja árið byrjaði á fínum útisigri gegn Newcastle er lærisveinar Ole Gunnar Solskjær unnu sinn fjórða leik í röð! Norðmaðurinn er þar með fyrsti stjóri United til að vinna fyrstu fjóra leiki sína síðan Sir Matt Busby náði því árið 1946. Ágæt byrjun. Okkar menn stilltu sér upp svona:
Varamenn: Romero (M), Darmian, Young, Fred, Lingard, Sánchez og Lukaku.
Byrjunarlið Newcastle: Dúbravka (M), Yedlin, Schar, Lascelles, Dummett, Ritchie, Diamé, Hayden, Atsu, Pérez og Rondón.
Varamenn: Woodman (M), Manquillo, Lejeune, Shelvey, Kenedy, Muto og Joselu.
Newcastle fyrsta prófið á nýju ári
Gleðilegt nýtt ár ágætu lesendur! Þá er komið að því að líta til fyrsta leiks á nýju ári en það er heimsókn til Newcastle annað kvöld. Þetta verður fjórði leikur United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en Norðmaðurinn getur orðið annar stjórinn í sögu félagsins til að vinna fyrstu fjóra deildarleiki sína en aðeins Sir Matt Busby tókst það.
Það er eins og við United menn höfum fengið félagið okkar til baka um jólin en allt annar bragur hefur verið á liðinu í síðustu þremur leikjum, allt ágætir sigrar gegn Cardiff, Huddersfield og nú síðast Bournemouth. Það var alltaf vitað að fyrstu fjórir leikir Solskjær yrðu þægilegir á pappírunum og vonin sú að liðið tæki fullt hús stiga yfir þessa törn, eitthvað sem er skyndilega orðinn raunsær möguleiki.