Í dag fór fram viðureign Leicester City og Manchester United á King Power Stadium í Leicester þar sem okkar menn höfðu tækifæri á að komast upp í 5. sætið a.m.k. tímabundið þar sem Arsenal átti leik síðar um daginn. Chelsea vann sinn leik nokkuð örugglega í gær enda kannski ekki von á öðrum þar sem þeir mættu Huddersfield sem virðist vera að stefna lóðrétt niður í Championship deildina á ný. United þarf því að bíða lengur eftir möguleikanum á því að skjótast upp í Meistaradeildarsætið eftirsóknarverða en tókst þó að klifra upp fyrir Arsenal.
Enska úrvalsdeildin
Rauðu djöflarnir heimsækja refina
Á morgun mætir Manchester United á erfiðan útivöll í Leicester þar sem meistararnir frá því 2016 taka á móti okkur. Eins og flestum er kunnugt tók United sitt fyrsta feilspor í miðri vikunni þegar liðið lenti 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Liðinu tókst þó að bjarga andlitinu með tveimur síðbúnum mörkum en engu að síður 2 töpuð stig í baráttunni um Meistaradeilarsæti.
Manchester Utd 2:2 Burnley
Leikurinn
Það hlaut að koma að því að þessi sigurhrina myndi enda. En einhvern veginn bjóst maður vikki við því að það myndi gerast gegn Burnley á Old Trafford. Leikurinn sýndi að það er enn ansi langt í land þó svo að margt hafi lagast heilmikið. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður og átti Marcus Rashford að skora í upplögðu færi en á einhvern ótrúlegan hátt tókst það ekki. Það hjálpaði heldur ekki neitt að Anthony Martial hafði meiðst aðeins fyrir leikinn og þurfti því að gera breytingu á sóknarleiknum sem virkaði bara alls ekki. Tom Heaton varði svo þessi fáu skot sem rötuðu á rammann. Burnley komust yfir snemma í seinni hálfleik með marki frá Ashley Barnes eftir mistaka kokteil hjá United þar sem Andreas Pereira átti mesta sökina. Ole tók sinn tíma að gera breytingar en það voru þeir Pereira og Romelu Lukaku sem voru teknir af velli en Jesse Lingard og Alexis Sánchez leystu þá af hólmi. Heimamenn pressuðu stöðugt en bjuggu ekki til nógu mikið af færum. Chris Wood kom svo Burnley í 0:2 á 83. mínútu og aftur var varnarmistökum um að kenna. Þetta stefndi í að ætla að vera einstaklega svekkjandi kvöld og dæmigert fyrir tímabilið í heild. United fékk vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar og skoraði Paul Pogba örugglega framhjá Heaton sem á alltaf leik lífs síns í þessum viðureignum. Dómarinn bætti svo við 5 mínútum af „Ólatíma“ og vaknaði smá von um að hægt væri að bjarga kvöldinu. Það gerðist svo á 92. mínútu þegar Victor Lindelöf skoraði eftir frákast en Heaton hafði varið mjög vel og boltinn hrokkið til Svíans sem gerði allt rétt. Niðurstaðan 2:2 jafntefli og Solskær enn ósigraður.
Burnley kemur í heimsókn
Það er stutt hvíld frá Arsenal leiknum því á morgun kemur Burnley í heimsókn í fyrsta leik United í miðri viku i nokkurn tíma. Það er farið að verða fastur liður í upphitunum að tala um hvað það sé gaman að skrifa þær núna og það er engin breyting þar á í dag. Átta sigrar í röð og þó að Burnley hafi verið að rétta aðeins úr kútnum undanfarið er erfitt að spá einhverju öðru fyrir leik morgundagsins en að United bæti við þeim níunda. Það er reyndar ekki langt síðan það gerðist síðast, það var einmitt í jóla- og janúartörninni fyrir tveimur árum, undir stjórn José Mourinho.
Manchester United 2:1 Brighton
Í dag fór fram 6. deildarleikur United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og jafnframt sá þriðji á heimavelli. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna þar sem Paul Pogba og Marcus Rashford sáu um markaskorun United. Hér er um að ræða mjög mikilvæg þrjú stig því með sigrinum saxar United á Chelsea í 4. sætinu og/eða Arsenal í því 5. því að þessi tvö lið mætast núna kl 17:30 á Emirates vellinum og því mun annað hvort liðið tapa stigum í dag. Enn eitt skrefið sem Ole Gunnar Solskjær og hans menn stíga í átt að þessu margumtalaða fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.