Eftir frábær úrslit og þrælskemmtilegan leik síðasta sunnudag gegn Tottenham er komið að því að taka á móti Brighton en þetta verður sjötti deildarleikurinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Fyrstu fjóra leikina unnu United nokkuð sannfærandi en fyrsta virkilega prófraunin var leikurinn gegn Tottenham þar sem Ole (ásamt þjálfaraliði hans) sýndi klókindi sín sem þjálfari en markið sem Marcus Rashford skoraði var greinilega eitthvað sem liðið hefur unnið að út í Dubai á dögunum.