Eftir svekkjandi jafntefli gegn Chelsea og andlaust tap gegn Juventus er komið að heimsókn frá Everton. Fyrir þennan leik situr United í 10.sæti deildarinnar stigi á eftir Everton sem er í 9.sætinu. Bæði liðin hafa skorað 15 mörk en til gamans má geta að markatalan hjá Manchester United er í mínus. Það að fylgjast með þessu liði okkar í vetur hefur verið svona kynningarnámskeið fyrir kvíða og þunglyndi. Kvíði fyrir hverjum einasta leik og nánast undantekningarlaust þunglyndiskast bara við það að horfa á liðið spila knattspyrnu svo eru úrslitin ekki að hjálpa neitt sérstaklega mikið. Everton er á ágætu róli eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór hefur verið að spila virkilega vel og skorað og lagt upp eins og hann fái borgað fyrir það, reyndar skilst mér að sé nákvæmlega það sem hann fær borgað fyrir.
Enska úrvalsdeildin
Chelsea 2:2 Manchester United
Hrikalega svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli eftir að það leit út fyrir að United ætlaði heim með sigur í leik sem var ekki sérstaklega tíðindamikill en engu að síður góð frammistaða United.
Alexis Sánchez kom beint til London eftir landsleikjahléið og var því bara á bekknum og Marouane Fellaini var meiddur þannig að liðið gegn Chelsea var stillt upp í sóknarhug, Pogba og Matci voru aftast á miðjunni með Mata fyrir framan.
Chelsea í London á morgun
Áður en við byrjum á upphituninni minni ég á djöflavarp gærdagsins
Þetta hefur verið spennandi landsleikjahlé að því leyti að síðustu fjörutíu og fimm mínúturnar sem United lék gáfu einhver fyrirheit um að blaðinu hefði verið snúið og að United ætti möguleika á að komast upp úr lægðinn sem liðið hefur verið í.
Það er ekki langt að bíða þess að það komi alvöru prófsteinn á þær vonir: Fyrsti leikurinn í deildinni eftir hléið er einmitt hádegisleikur Manchester United og Chelsea á Stamford Bridge.
Manchester United 3:2 Newcastle United
Manchester United tók á móti Rafa Benítez og lærisveinum hans í Newcastle United á Old Trafford í dag í leik sem margir vildu meina að væri síðasti leikur Mourinho sem knattspyrnustjóri United. Bæði lið höfðu farið illa af stað í byrjun leiktíðar en leikmenn Benítez hafa óneitanlega átt erfiðari leiki á dagsskrá en greinilegt að bæði lið vildu reyna að nýta sér vandræði mótherjans og grípa tækifærið og snúa við döpru gengi sínu. Lið United var þannig skipað í dag:
Rafa Benítez og Newcastle á morgun
Það er óhætt að segja að þessi vika hafi ekki verið góð fyrir Manchester United. Hrikalegt tap um helgina gegn West Ham og ömurlegt jafntefli á Old Trafford gegn Valencia. Í hálfleik gegn West Ham vorum við líklega flest farin að búast við að José tæki pokann sinn þá og þegar, en hann er enn við stjórnvölinn og að minnsta kosti sumir af traustari blaðamönnunum halda því fram að hann hafi enn traust stjórnarinnar, og eins eru einhverjar fréttir af því að Zinedine Zidane sé ekki alveg fyrsti kostur að taka við.