Þvílík frammistaða í kvöld. Þetta var fyrsti United leikurinn í langan tíma sem ég hef hlakkað til að horfa á. Ég var mjög forvitinn að sjá liðsvalið sem var nokkurn veginn það sama og í síðustu leikjum en munurinn er sá að Paul Pogba sneri aftur í byrjunarliðið. Það sem kom kannski mest á óvart var að Nemanja Matic hélt sæti sínu í liðinu. Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United minntist á það á blaðamannafundinum fyrir leikinn að liðsvalið í þessum fyrsta leik yrði að miklu leyti undir þeim Michael Carrick og Kieran McKenna komið en þeir stjórnuðu æfingum eftir brottrekstur José Mourinho. Phil Jones var líka óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Eric Bailly sem fór á bekkinn.
Enska úrvalsdeildin
Nýtt upphaf í Cardiff?
Eftir síðasta deildarleik þá fékk mjög margt stuðningsfólk Manchester United nóg. Nóg af endalausri neikvæðni, varkárum liðsuppstillingum, leiðinlegu leikskipulagi, nóg af José Mourinho. Undirritaður fór hressilega á út með Mourinho vagninn eftir tapið gegn Liverpool. Vissulega var stjórinn ekki eina vandamálið en hann var samt vandamál. Miðað við yfirbragð og tilsvör frá Portúgalanum frá því í sumar var það nánast skrifað í skýin að þetta myndi gerast. Nokkrir leikmenn þurfa líka að taka töluverða ábyrgð en þeir geta ekki falið sig bakvið José Mourinho lengur. Svo má ekki gleyma stjórninni og Ed Woodward. Ég er ekki mikill aðdáandi hans sem yfirmanns knattspyrnumála enda er það ekki hans sterkasta hlið. Ég vil samt gefa honum smá „credit“ fyrir að taka þessa ákvörðun og bíða ekki þangað til í lok mars þegar meistaradeildarsæti var úr sögunni. En þetta credit verður tekið tilbaka ef að verður ekki ráðinn ekki yfirmaður knattspyrnumála á leiðinni og farið í meiriháttar uppbyggingu bakvið tjöldin.
Liverpool 3:1 Manchester United
Byrjum á almennu leiklýsingunni á þessum ömurlega leik á Anfield í dag áður en við förum út í frekar stöðumat
Nokkrum mínútum áður en leikurinn hófst kom tilkynning um breytingu á liðinu. Chris Smalling meiddist í upphitun og Eric Bailly kom inn í liðið. Phil Jones tók sæti hans á bekknum. José valdi ða fara aftur í 3-4-1-2 uppstillinguna sem hann hafði reynt á móti Arsenal.
Liverpoolferð á morgun
Fyrir rúmu ári síðan fór United á Anfield í október, þá í öðru sæti deildarinnar með 19 stig eftir sjö leiki. Liðið hafði unnið sex leiki án þess að fá á sig mark, skorað fjögur mörk í fjórum þeirra, 21 mark alls og aðeins gert eitt jafntefli.Liverpool var í 6. sæti með 12 stig og í vandræðum. Leikurinn endaði sem markalaust jafntefli og United náði aldrei jafn góðu flugi eftir þetta, þó að liðið endaði á sama stað, í öðru sæti. Liverpool varð í fjórða sæti og endaði tímabilið á flugi, og komst í úrslit meistaradeildarinnar.
Manchester United 4:1 Fulham
Síðast þegar þessi tvö lið mættust á þessum velli vöru úrslitin ekki uppá marga fiska og undirritaður einnig á þeirri skýrslu. Þau úrslit voru kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum United sem vildu leyfa David Moyes að fá tíma til að gera eitthvað af viti. Þetta var einmitt alræmdi fyrirgjafaleikurinn.