Nýr dagur, ný áskorun. Eftir líflegan leik gegn Arsenal sem endaði 2:2 er röðin komin að Fulham. Gestirnir frá Lundúnum hafa verið ákveðin vonbrigði í deildinni hingað til en félagið eyddi talsverðum fjármunum í nýja leikmenn en árangurinn hefur ekki verið eftir því. Slavisa Jokanovic sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina var látinn fara fyrir nokkru og hefur Ítalinn geðþekki Claudio Ranieri tekið við liðinu.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:2 Arsenal
Stóru fréttirnar láku rétt fyrir sjö, bæði Paul Pogba og Romelu Lukaku voru á bekknum. Eftir nokkrar vangaveltur komust menn að því að líklegast væri að liðið væru að spegla hvort annað, bæði í 3-4-3 uppstillingu. Diogo Dalot byrjaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og Marcos Rojo sinn fyrsta leik á tímabilinu. Sóknir United frá upphafi sýndu án efa að Darmian og Dalot voru fullir þátttakendur og því mun réttar að hafa þá sem miðjumenn en varnarmenn.
Nýtt Arsenal mætir á Old Trafford á morgun
Leikurinn gegn Arsenal er mikill tímamótaleikur. Í fyrsta skipti í 23 ár, síðan 20. mars 1995 kemur Arsenal án Arsène Wenger, og í fyrsta skipti síðan 25. ágúst 1985 er hvorki að finna Sir Alex Ferguson eða Wenger á hliðarlínunni.
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Arsenal hafi verið orðnir langeygir eftir að Wenger ákvæði að leggja svefnpokann á hilluna og leyfa öðrum að spreyta sig. Gengi félagsins hafði farið versnandi og Wenger bikarinn endaði á Anfield í fyrra.
Southampton 2:2 Manchester United
Byrjunarlið United kom vægast sagt á óvart í dag en José Mourinho ákvað að fara í fimm manna varnarlínu með þá Nemanja Matic og Scott McTominay í miðverði ásamt Phil Jones. Vakti þetta litla lukku meðal stuðningsmanna liðsins enda með eindæmum varnarsinnuð uppstilling gegn liði á borð við Southampton.
Ertu ekki að grínast með uppstillinguna? Getur einhver sagt mér hvort að Eric Bailly sé látinn, með ebola eða bara í frystikistunni? Þetta gæti (vonandi) orðið síðasti naglinn í kistu Jose.
Manchester United heimsækir Southampton í leik sem verður að vinnast
Á morgun þann 1. desember mætast Manchester United og Southampton á St. Mary´s vellinum en síðarnefnda liðið hefur spilað heimaleiki sína þar frá árinu 2001. Það er ljóst að sigur og ekkert nema sigur kemur til greina hjá José Mourinho og hans mönnum en United situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þá minnum við á 67. þátt Djöflavarpsins sem tekinn var upp í gær en hann má finna hér að neðan á síðunni.