Manchester United liðið mætti ekki á Lond0n Stadium í dag til að spila gegn West Ham United í 7. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar sem fram fór fyrr í dag. Þess í stað mættu ellefu áhugalausir, ósannfærandi og andlausir einstaklingar sem virtust frekar eiga heima í stúkunni sem áhorfendur fremur en á vellinum sem fótboltaiðkendur. Það langbesta við þennan leik er það að hann er búinn. Fátt var um góða drætti og liðið svo langt frá sínu besta að Ed Woodward og Glazerarnir eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af því hvort liðið verði með í Meistaradeildinni á næsta ári og skyldi engan furða. Á svona degi virðist liðið frekar eiga heima í Inkasso deildinni (ath. með fullri virðingu fyrir þeirri deild) en í deild þeirra bestu á Englandi.
Embed from Getty Images
Það er engum blöðum um það að fletta að það er krísa hjá liðinu og þeir stuðningsmenn sem vilja meina annað eru í mikilli afneitun. Hins vegar má þræta endalaust um orsakir hennar, hvort sem hún liggur hjá Mourinho, Pogba, liðsandanum í klefanum og leikmönnum liðsins, Ed Woodward eða eigendunum en eitt er víst og það er að breytinga er þörf. Þegar slíkt blasir við hjá stórliði eins og United er stjórinn yfirleitt sá fyrsti undir fallöxin.
Enska úrvalsdeildin
West Ham tekur á móti djöflunum
Á morgun hefst 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Hamrarnir taka á móti okkar mönnum á London Stadium í hádeginu á morgun. Eftir allt sem gengið hefur á hjá okkar mönnum og í kringum félagið eru menn kannski ekkert alltof bjartsýnir með framhaldið en ósætti milli José Mourinho og Paul Pogba hefur eflaust ekki fara framhjá neinum á síðustu dögum.
Í vikunni fóru þeim Tryggvi og Björn yfir hlutina í góðu djöflavarpi þar sem þetta mál var tekið fyrir og mæli ég eindregið með því hafir þú ekki fengið þig nú þegar fullsaddan af þessari umræðu. En að leiknum.
Manchester United 1:1 Wolverhampton Wanderers
Auðvitað þarf þetta fjandans lið alltaf að taka tvö skref áfram og eitt afturábak. Eftir fyrri hálfleik sem var skítsæmilegur leiddi United 1:0 eftir mark frá Fred sem Pogba lagði upp með frábærri sendingu. Úlfarnir voru samt liðið sem fékk færin og kom því mark United svolítið gegn gangi leiksins. En við kvörtum ekki ekkert yfir því.
Seinni hálfleikurinn fór svo sem ágætlega af stað en innst inni vissi maður hálfpartinn að United myndi klúðra þessu einhvern veginn því að liðið er gjörsamlega ófært um að eiga góðan seinni hálfleik. Það mark kom vissulega Moutinho sem var alveg óvaldaður setti boltann viðstöðulaust í samskeytin, alveg óverjandi fyrir De Gea. Mourinho gerði þrjár skiptingar í seinni hálfleiknum en þeir Martial, Mata og Andreas Pereira kom inn fyrir Fred, Alexis og Jesse Lingard. United fór í háu sendingarnar framávið síðustu mínúturnar en það skilaði engum árangri og áttu gestirnir betri færi til að vinna leikinn með skyndisóknum en De Gea bjargaði í rauninni stiginu í dag.
Úlfar í leikhús draumanna
Minni á Djöflavarp vikunnar frá því gærkvöldi.
Eftir þrjá ágæta útisigra í röð er loksins komið að heimaleik. Liðið sem mætir á Old Trafford er Wolverhampton Wanderers sem er held ég eina liðið sem er reglulega þýtt yfir á íslensku en yfirleitt er liðið kallað Úlfarnir. Þessir Úlfar enduðu einmitt í 1. sæti Championship deildarinnar sem er við hæfi þar sem að liðið er talsvert betra en Cardiff og Fulham sem fylgdu Úlfunum upp í úrvalsdeild. Liðið hefur farið þokkalega af stað en liðið hefur gert jafntefli við Everton og Man City, tapað fyrir Leicester og unnið 1:0 sigra gegn West Ham og Burnley ásamt því að sigra Sheffield Wednesday í Carabao bikarnum. Úlfarnir eru í 9.sæti deildarinnar stigi á eftir United sem er í 8.sæti.
Watford 1:2 Manchester United
United var stillt upp eins og móti Burnley, Fellaini aftastur á miðjunni.
Varamenn: Grant, Bailly, Darmian, Fred, Mata, McTominay, Martial
Lið Watford
Fyrsta kortérið í leiknum einkenndist af þreifingum og stöku langskoti, hvorugt lið áberandi betra en markverðirnir fengu að grípa inn í af og til. Troy Deeney gaf De Gea tækifæri til að sýna snilldarmarkvörslu á 16. mínútu, skot úr teignum sem Dave tók vel.