Eftir fjóra sigra í Evrópudeildinni í röð hefur hagur Manchester United vænkast verulega. Liðið er öruggt með að komast áfram en gæti enn lent í umspili með óhagstæðum úrslitum og þarf því stig annað kvöld gegn FCSB í Rúmeníu.
Evrópudeildin
Upphitun: Manchester United – Rangers
Manchester United tekur á móti Glasgow Rangers í næst síðasta leik liðanna í deildarkeppni Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United þráir ekkert heitar en sigra og nýja leikmenn en hvort tveggja er vandfundið þessa dagana.
Höjlund hetjan í fyrsta sigri Amorims
Rasmus Höjlund var lykilmaður í öllum mörkum Manchester United þegar liðið vann Bodø/Glimt 3-2 í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur United á Old Trafford undir stjórn Ruben Amorim.
Önnur þraut Amorimos: Bodø/Glimt
Ruben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford þegar liðið tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í Evrópudeildinni annað kvöld. Ekki eru teljandi breytingar á þeim leikmönnum sem Portúgalinn hefur að spila frá því um helgina.
Icelandair flaug með United til Porto
Flugvél frá Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair, var leigð til að ferja lið Manchester United í og úr leik liðsins gegn Porto í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur að undanförnu markaðssett vélar útbúnar lúxusfarrýmum til evrópskra knattspyrnuliða.
Það var Samuel Luckhurst, sem dekkar United fyrir staðarblaðið Manchester Evening News, sem vakti athygli á því að flugvél United hefði þurft að hringsóla fyrir ofan Porto þegar United flaug þangað á miðvikudag. Glöggir Íslendingar tóku hins vegar eftir að flugferillinn var frá vél með íslenskri skráningu, TF-FIA.