Þá er búið að draga í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi og restin af mótinu kláruð á tímabilinu 10. til 21. ágúst.
Manchester United er í góðri stöðu eftir 5-0 sigur á LASK í fyrri leik liðanna svo það er óhætt að bóka farseðilinn til Þýskalands í ágúst. Seinni leikurinn gegn LASK verður spilaður á tómum Old Trafford miðvikudaginn 5. ágúst, klukkan 19:00.