Eftir enn einn leikinn sem United skorar einungis 1 mark er komið að annarri umferð riðlakeppnir Evrópudeildarinnar. Mótherjinn að þessi sinni er hollenska liðið AZ Alkmaar þar sem Albert Guðmundsson er meðal leikmanna. AZ hefur byrjað nokkuð vel í Eredivisie en liðið situr í 3. sæti deildarinnar bara einu stigi á eftir toppliðum Ajax og PSV þegar 8 umferðum er lokið.
Kantmaðurinn Albert Guðmundsson hefur leikið 4 leiki sem af er en á enn er ekki enn búinn að skora eða eiga stoðsendingar. Þess má til gamans geta að Louis van Gaal gerði AZ að meisturum tímabilið 2008-2009 og þá var Grétar Rafn Steinsson lykilmaður í liði þeirra.