Þá er komið að þriðja leik United í Evrópudeildinni en liðið situr í öðru sæti í riðli L. Í fyrstu umferðinni var heimaleikur gegn FC Astana frá Kazakstan en honum lauk með 1-0 sigri United.
Sigurinn virtist kannski ekki í mikilli hættu en eins marks sigur á heimavelli verður að teljast döpur frammistaða, sérstaklega í ljósi þess að United réð lögum og lofum allan leikinn.