Evrópudeildin

Úrslitadagur – Stemmning í Stokkhólmi

Það er úrslitadagur. Stemmningin í Stokkhólmi er góð en er vissulega lituð af fjöldamorðinu í Manchester á mánudagskvöld. Stuðningsmenn United eru ekki eins glaðir og kátir og venjulega en gera engu að síður sitt til að hita upp fyrir slaginn í kvöld.

Fréttir af liði United eru að allir séu afskaplega slegnir og það er spurning hversu mjög það mun koma til að hafa áhrif á liðið í kvöld. Við vonum það besta en mikilvægi leiksins er orðið minna í hugum fólks heldur en það var fyrir 36 tímum síðan. Lesa meira