Annað kvöld mætir Manchester United liði Anderlecht í Belgíu. Staða United í úrvalsdeildinni er einfaldlega þannig að ef liðið ætlar sér í Meistaradeild Evrópu þá þarf liðið bara að vinna Evrópudeildina. United er með eitt sterkasta lið keppninnar og vissulega er sá möguleiki fyrir hendi. Varnarlega er liðið að standa sig vel og hefur ekki verið fá á sig mikið af mörkum. Stóra vandamál liðsins hefur verið nýting færa. Það er reyndar rannsóknarefni hvernig liðinu tekst að skora ekki og einnig höfum við á þessari síðu rætt þetta í podkastinu okkar.