Manchester United sigraði Saint-Étienne með þremur mörkum gegn engu í leik sem United liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu. Strax í byrjun leiks virkaði vörnin mjög óstýrk og Eric Bailly hefur litið betur út en hann gerði í þessum leik. United liðið sótti mikið en var mjög viðkvæmt fyrir skyndisóknum franska liðsins. Sprækastur þeirra var án efa Henri Saivet sem er á láni frá 1.deildarliði Newcastle United. Enn einu sinni var færanýtingin ekki alveg nógu góð og leit Ruffier markvörður Saint-Étienne út fyrir að vera í hærra gæðaflokki en hann raunveruleg er.
Evrópudeildin
Bræður munu berjast – St. Etienne kemur í heimsókn
Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Saint-Étienne verða mótherjar United í Evrópudeildinni
Saint-Étienne verða mótherjar United í Evrópudeildinni
Leikið verður á Old Trafford 16. febrúar og úti 23. febrúar miðvikudaginn 22. febrúar.
Þessi leikdagsbreyting er vegna leiks Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag og hentar United ágætlega þar sem helgina á eftir er annað hvort leikur við Manchester City eða úrslitaleikur deildarbikarsins.
Zorya Luhansk 0:2 Manchester United
Vitað var fyrir viðureign kvöldsins að Manchester United myndi komast áfram í keppninni svo framarlega sem að liði myndi ekki tapa gegn Zorya Luhansk. Heimaliðið var ekki búið að tapa heimaleik í keppninni en leikirnir við Fenerbahce og Feyenoord fóru báðir 1:1.
United hinsvegar hafði gengið hrikalega á útivelli í keppninni en 1:0 tap gegn Feyenoord og 3:1 tap gegn Fenerbahce voru staðreynd. Það var því alls ekki gefið að liðið myndi koma frá þessum leik með einhver stig.
United ferðast til Úkraínu og heimsækir Zorya Luhansk
Þá er komið að því. Annað kvöld er síðasta umferð riðlakeppninnar fyrir Evrópudeildina þar sem United þarf að sætta sig við langt ferðalag til Úkraínu og mætir þar Zorya Luhansk á Chornomorets Stadium.
Fyrir þá sem ekki muna þá mættust þessi lið fyrir rúmum tveimur mánuðum á Old Trafford og endaði sá leikur með 1:0 sigri United þar sem okkar menn áttu í stökustu vandræðum með gott lið Zorya. Eins og ég nefndi í leikskýrslunni þá hafa Zorya hafa sýnt fólki að þeir eru með ansi gott lið. Hefðu átt að vinna fyrsta leikinn gegn Fenerbahce og þeir unnu Dynamo Kiev á þessum tímabili. Þeirra plan er frekar augljóst, spila þétt og verjast vel og nýta skyndisóknirnar til að skora.