Eftir hæðir og lægðir síðustu daga er komið að næsta leik, 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast á Olimp-2 vellinum í rússneska hafnarbænum Rostov-on-Don. Í beinni loftlínu eru 3.019 km á milli heimavalla Manchester United og FC Rostov. Þetta er ekki skemmtilegasta ferðalagið sem Manchester United hefði getað fengið en andstæðingurinn hefði getað verið mun erfiðari. Þó borgar sig ekki að vanmeta Rússana. Manchester United hefur líka sýnt það í vetur að auðveldur leikur á blaði þarf ekki að þýða að hann verði auðveldur þegar á grasið er komið.
Evrópudeildin
Dregið í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar
United mætir FC Rostov í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Leikirnir fara fram 9. og 16. mars
Liðin sem United gat mætt voru:
Ajax
Anderlecht
APOEL
Beşiktaş
Celta
Genk
Gent
Gladbach
København
Krasnodar
Lyon
Man Utd
Olympiacos
Roma
Rostov
Schalke
Manchester United 3:0 Saint-Étienne
Manchester United sigraði Saint-Étienne með þremur mörkum gegn engu í leik sem United liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu. Strax í byrjun leiks virkaði vörnin mjög óstýrk og Eric Bailly hefur litið betur út en hann gerði í þessum leik. United liðið sótti mikið en var mjög viðkvæmt fyrir skyndisóknum franska liðsins. Sprækastur þeirra var án efa Henri Saivet sem er á láni frá 1.deildarliði Newcastle United. Enn einu sinni var færanýtingin ekki alveg nógu góð og leit Ruffier markvörður Saint-Étienne út fyrir að vera í hærra gæðaflokki en hann raunveruleg er.
Bræður munu berjast – St. Etienne kemur í heimsókn
Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Saint-Étienne verða mótherjar United í Evrópudeildinni
Saint-Étienne verða mótherjar United í Evrópudeildinni
Leikið verður á Old Trafford 16. febrúar og úti 23. febrúar miðvikudaginn 22. febrúar.
Þessi leikdagsbreyting er vegna leiks Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag og hentar United ágætlega þar sem helgina á eftir er annað hvort leikur við Manchester City eða úrslitaleikur deildarbikarsins.