Eins og komið var inná í upphituninni fyrir þennan leik þá einfaldlega varð United að vinna þenna leik. 2:0 sigur Fenerbahce á Zorya einfaldlega þýddi að með tapi þá dytti okkar lið alfarið úr Evrópu. Feyenoord hefur verið á ágætis siglingu í öllum keppnum hingað til hafði einungis fengið á sig 2 mörk í fyrstu 4 leikjunum í Evrópudeildinni. Manchester United hinsvegar hafa verið að spila þokkalega vel í undanförnum leikjum en hafa ekki verið nógu grimmir í markaskorun. Fólk var einnig spennt fyrir því að sjá Henrikh Mkhitaryan fá að spreyta sig í byrjunarliðinu en hann hefur nánast alls ekkert komið við sögu á tímabilinu hingað til.
Evrópudeildin
Byrjunarlið kvöldsins
Liðið sem má ekki tapa í kvöld er svona
Bekkur: De Gea, Rojo, Fellaini, Herrera, Lingard, Memphis, Rashford
Lið Feyenoord
Feyenoord mætir á Old Trafford
Manchester United tekur á móti Feyenoord í leik sem verður að vinnast ætli liðið sér áframhaldandi þáttöku í Evrópudeildinni. Liðið hefur engan veginn verið sannfærandi í keppninni og tapið gegn Fenerbahce undirstrikaði það bara. United dettur út ef liðið tapar gegn Feyenoord og ef Fenerbahce sigrar Zorya.
Eins og sést á töflunni þá eiga 4 stig að duga til áframhaldandi þáttöku en eingöngu ef 3 af þessum stigum koma gegn Feyenoord. Og til að hamra á því aftur þá er þetta leikur sem United þarf að vinna.
Fenerbahce 2:1 Manchester United
Undirritaður var varla búinn að kveikja á leiknum þegar Fenerbahce voru komnir yfir. Einföld fyrirgjöf, hvorki Blind né Rojo voru að dekka Moussa Sow sem ákvað að smella í eina rosalega bakfallsspyrnu og sveif boltinn í fallegum boga yfir David De Gea.
Staðan orðin 1-0 eftir cirka 60 sekúndur en þetta rosalega mark má sjá hér.
Embed from Getty Images
Morgan Schneiderlin, sem var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í þó nokkurn tíma, nældi sér í gult spjald eftir 12 mínútur með broti rétt fyrir utan teig. Aðeins sex mínútum síðar var Ander Herrera líka kominn í svörtu bókina eftir brot út á velli. United vægast sagt á hælunum í byrjun leiks.