Evrópudeildin

Heimsókn til Tyrklands

Nú á dögunum var haldið styrktarkvöld fyrir Unicef. Fór þar fram uppboð og söfnuðust tugir milljóna króna fyrir gott málefni. Fór José Mourinho á kostum og bauð meðal annars upp rándýrt úr sem hann á sjálfur. Virtust leikmenn einnig njóta sín vel þrátt fyrir að hafa gert jafntefli við Burnley skömmu áður. Voru erfiðleikarnir í deildinni settir á ís þetta kvöld fyrir gott málefni. Lesa meira

Evrópudeildin

Manchester United 4-1 Fenerbache

Jæja, þetta var kærkomið.

Það var boðið til ágætis fyrirpartýs fyrir leik United og Chelsea um helgina þegar Fenerbache kíkti á Old Trafford með Robin van Persie í fararbroddi. Verkefni kvöldsins, þriðja umferð Evrópudeildarinnar.

Mourinho kom ekkert rosalega á óvart í liðsvali sínu. Hann Ákvað að hvíla Zlatan og aldrei þessu vant fékk Romero ekki sénsinn í markinu. Pogba fékk ekki hvíld en Martial, Rooney, Mata og fleiri snéru aftur. Lesa meira

Evrópudeildin

Robin van Persie snýr heim á ný – Fenerbahçe kemur í heimsókn

Það er afskaplega skammt stórra högga á milli hjá United. Útileikur gegn Liverpool á mánudaginn var, heimaleikur gegn Chelsea á sunnudaginn og Pep kemur svo í heimsókn eftir viku. En áður en að við getum farið að huga að þessu þarf United að spila leik í Evrópudeildinni sem væri afskaplega fínt að vera laus við. Fenerbahçe er að koma á Old Trafford og með þeim kemur gamall félagi sem reyndist okkur vel. Robin van Persie. Lesa meira

Evrópudeildin

Manchester United 1:0 Zorya Luhansk

Annar leikur United í evrópudeildinni fór fram í kvöld á Old Trafford er liðið tók á móti úkraínska liðinu Zorya Luhansk. Leikurinn var afskaplega dapue en hann endaði samt á góða vegu eða með eitt núll sigri United með marki frá engum öðrum en Zlatan.

Þrátt fyrir að Mourinho hafi sagst ætla að spilar sterkara liði en spilaði í tapleiknum gegn Feyenoord þá kom byrjunarliðið frekar á óvart þar sem hann gerði engar breytingar á framlínunni, sem spilaði gegn Leicester um síðustu helgi, ásamt Pogba, Bailly og Smalling. Búist var við því að hann myndi hvíla fleiri leikmenn fyrir Stoke leikinn sem spilaður verður næstkomandi sunnudag. Persónulega hefði ég viljað sjá t.d. Schneiderlin fá fleiri tækifæri og þetta hefði verið góður leikur fyrir Rooney en ég er ekki stjórinn og líklegt að Mourinho hafi lagt góða áherslu á sigur í kvöld þrátt fyrir allt tal um hversu lítið þeir séu að pæla í keppninni. Af fastamönnum liðsins þessa dagana þá voru það De Gea, Blind og Valencia sem fengu hvíld í kvöld. Lesa meira