Liðið sem hóf leik á sunnudaginn fékk tækifærið til að reka af sér slyðruorðið, Ten Hag stillti upp óbreyttu liðði
Varamenn: Butland, Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia (65′), Wan-Bissaka (45′), Mainoo, McTominay (82′), Pellistri (82′), Elanga, Garnacho, Sancho (65′)
Lið Betis
Wout Weghorst setti boltann í netið með kassanum strax á fjórðu mínútu en Fred var rangstæður þegar hann fékk boltann áður enn hann gaf á Wout. Þetta kom þó ekki að sök því það var tveimur mínútum síðar að United kom í hraða skyndisókn eftir að Betis hafði ógnað en misst boltann. Bruno var með boltann hægra meginn, gaf inn á teiginn, Felipe kom tá í boltann og féll við, boltinn fór beint á Rashford sem fór létt framhjá Felipe og þrumaði yfir Bravo í markinu.