Lið United í þessum leik kom ekki á óvart
Varamenn: Heaton, Maguire, Lindelöf, Dalot (67′), Malacia, Sabitzer, Antony (45′), Pellistri, Elanga, McTominay (88′), Garnacho (67′), Mainoo
Lið Barcelona er svona:
Það var varla liðin tvær og hálf mínúta af leik þegar Casemiro vann boltann og gaf fram á galopinn Bruno sem lék inn í teig en skaut ekki alveg nótu mikið til hliðar og Ter Steken komst fyrir það, Leikurinn opinn frá fyrstu spyrnu og United pressaði vel á Barcelona, Weghorst var fremstur, Sancho í tíunni, Bruno vinstra megin og Rashford hæra megin eins og myndin að ofan sýnir. Þetta var mjög fjörugt og bæði lið sóttu á og á 15. mínútu kom fyrirgjöf inn á teig United, Varane skallaði frá, og Bruno greip í hendi Balde og hálf snéri hann niður og dómarinn var ekki í nokkrum vafa. Lewandowski tók lélegt víti og De Gea slæmdi hendi í boltann en sló hann bara í hliðarnetið. 1-0 fyrir Barcelona