Annað kvöld leika okkar menn gegn Rómverjum í seinni viðureign þessara liða í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Líkt og gegn Real Sociedad og Granada fyrr í þessari keppni er seinni leikurinn algjört formsatriði eftir að hafa náð í ansi góð úrslit í fyrri viðureigninni. Aðeins hefur einvígið gegn AC Milan verið spennandi í seinni leiknum. Eftir 6-2 sigur í síðustu viku gegn Rómverjum og óvænt frí um síðustu helgi ættu okkar menn að vera ansi vel hvíldir og tilbúnir í að klára verkefnið. Með því að klára þessa rimmu þá er liðið í fyrsta skipti komið í ÚRSLITALEIK undir stjórn Ole Gunnars eftir margar óárangursríkar tilraunir hingað til.
Evrópudeildin
Manchester United 6:2 Roma
Manchester United hefur spilað tvo aðra leiki í Evrópu á þessari dagsetningu. Á þessum degi árið 2008 tryggði Paul Scholes sigurinn gegn Barcelona með stórglæsilegu marki. United náði svo að skella í lás og verja það forskot þrátt fyrir áhlaup eins sterkasta félagsliðs sem Evrópa hefur séð. Ári síðar vann United Arsenal á þessum sama degi með marki frá gulldrengnum sjálfum, John O’Shea.
Undanúrslit í Evrópudeildinni
Það er líklega skiljanlegt að vissu marki að leikurinn gegn Leeds hafi ekki verið hressari en hann var. Manchester United á enn tölfræðilega möguleika á efsta sætinu en það kallar á meira en blússandi óskhyggju að sjá fyrir sér að þetta Manchester City lið tapi nógu mörgum stigum til að það verði alvöru möguleiki. Annað sætið er svo gott sem klárt, í það minnsta er engin hætta á að Meistaradeildarsætið sé í nokkrum vafa. Manchester United hafði því ekki að miklu að keppa. Leeds hafði það í sjálfu sér ekki heldur, fyrir utan að verja sært stoltið frá síðustu viðureign þessara liða. Það sást á því hvað Leedsarar lögðu í varnarleikinn.
Manchester United 2:0 Granada
Þegar byrjunarliðin voru birt koma örlítið á óvart að Ole Gunnar hafi ekki notað fleiri leikmenn sem hafa verið í aukahlutverki á þessu tímabili í byrjunarliðinu. Í raun stillti hann upp sterkasta liðinu sem í boði var, fyrir utan Rashford sem byrjaði á bekknum. Granada gerði þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum fyrir viku.
Bekkur: Henderson, Grant, Williams, Mata, Fish, Donny, Amad, Elanga, James, Rashford, Shoretire
Formsatriði gegn Granada?
Annað kvöld verður seinni viðureign okkar manna gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri viðureignina unnu okkar menn nokkuð þægilega á Spáni í síðustu viku með tveim mörkum gegn engu. Má segja að leikurinn sé formsatriði að komast í gegnum miðað við dapra spilamennsku Granada í fyrri leiknum. Tvö útivallarmörk eru gulls í gildi í Evrópu keppnunum einnig og erfitt að sjá Andalúsíu mennina skora tvö slík á Old Trafford. Það verður þó spennandi að sjá hvernig Ole stillir upp liðinu þar sem þrír máttarstólpar í okkar liði eru komnir í bann eftir uppsöfnuð gul spjöld og spurning hvort Ole gefi öðrum lykilmönnum hvíld. Með samanlögðum sigri í viðureignunum gegn Granada má telja líklegast eins og er að okkar menn mæti Rómverjum í undanúrslitum. Roma eru 2-1 yfir í viðureign sinni gegn Ajax eftir að hafa spilað í Hollandi í síðustu viku. Þar náði Roma í tvö mikilvæg útivallarmörk sem gætu riðið baggamuninn í þeirri viðureign. Allt kemur þetta þó í ljós annað kvöld.