Lokaleikur tímabilsins sendir Manchester United fólk með óbragð inn í sumarið eftir tap í framlengdum úrslitaleik Evrópudeildarinnar og maraþonvítaspyrnukeppni. Á endanum var það David de Gea, maðurinn sem um tíma hélt liðinu uppi, sem var skúrkurinn. En hann á svo sannarlega ekki skilið að skuldinni sé alfarið skellt á hann. Frammistaða liðsins var heilt yfir ekki nógu góð, of margir leikmenn spiluðu undir getu og skorti baráttu og þjálfarateymið var ekki með réttu svörin í kvöld til að vinna lið sem er ekki betra en Manchester United en hefur, að því er virðist, töluvert betri knattspyrnustjóra.
Evrópudeildin
AS Roma 3:2 Manchester United
Fyrir leik var auðvitað ljóst að það þurfti eitthvað stórt að gerast til að United kæmist ekki í úrslit Evrópudeildarinnar.
Samt stillti Ole upp sterku liði, að venju, en gaf þó Donny van de Beek sjaldgæfan leik í byrjunarliði. Eric Bailly byrjaði sömuleiðis og David de Gea sinnti áfram hlutverki sínu sem bikarmarkvörður
Varamenn: Grant, Henderson, Alex Telles, Lindelöf, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, McTominay, Elanga, Rashford
Erum við komnir til Gdansk?
Annað kvöld leika okkar menn gegn Rómverjum í seinni viðureign þessara liða í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Líkt og gegn Real Sociedad og Granada fyrr í þessari keppni er seinni leikurinn algjört formsatriði eftir að hafa náð í ansi góð úrslit í fyrri viðureigninni. Aðeins hefur einvígið gegn AC Milan verið spennandi í seinni leiknum. Eftir 6-2 sigur í síðustu viku gegn Rómverjum og óvænt frí um síðustu helgi ættu okkar menn að vera ansi vel hvíldir og tilbúnir í að klára verkefnið. Með því að klára þessa rimmu þá er liðið í fyrsta skipti komið í ÚRSLITALEIK undir stjórn Ole Gunnars eftir margar óárangursríkar tilraunir hingað til.
Manchester United 6:2 Roma
Manchester United hefur spilað tvo aðra leiki í Evrópu á þessari dagsetningu. Á þessum degi árið 2008 tryggði Paul Scholes sigurinn gegn Barcelona með stórglæsilegu marki. United náði svo að skella í lás og verja það forskot þrátt fyrir áhlaup eins sterkasta félagsliðs sem Evrópa hefur séð. Ári síðar vann United Arsenal á þessum sama degi með marki frá gulldrengnum sjálfum, John O’Shea.
Undanúrslit í Evrópudeildinni
Það er líklega skiljanlegt að vissu marki að leikurinn gegn Leeds hafi ekki verið hressari en hann var. Manchester United á enn tölfræðilega möguleika á efsta sætinu en það kallar á meira en blússandi óskhyggju að sjá fyrir sér að þetta Manchester City lið tapi nógu mörgum stigum til að það verði alvöru möguleiki. Annað sætið er svo gott sem klárt, í það minnsta er engin hætta á að Meistaradeildarsætið sé í nokkrum vafa. Manchester United hafði því ekki að miklu að keppa. Leeds hafði það í sjálfu sér ekki heldur, fyrir utan að verja sært stoltið frá síðustu viðureign þessara liða. Það sást á því hvað Leedsarar lögðu í varnarleikinn.