Manchester United náði í stórgóð úrslit á útivelli í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Marcus Rashford og Bruno Fernandes tryggðu liðinu 0-2 sigur til að taka með heim til Manchester. Dómarinn var þó í fullmiklu spjaldastuði og sendi samtals fimm leikmenn í bann fyrir seinni leikinn.
Það var ágætt að ekki þurfti mikla orku í þennan leik því framundan er spennandi leikur gegn Tottenham Hotspur á útivelli næsta sunnudag.