Þá er það síðasta geinin í jóladagatali Halldórs. Við þökkum honum kærlega fyrir þá gríðarlegu flottu vinnu sem hann lagði í verkefnið!
—–
James W. Gibson
Það var desember, árið var 1931. Þetta hafði ekki verið gott ár fyrir Manchester United. Um vorið hafði liðið lent í neðsta sæti 1. deildarinnar eftir að hafa byrjað tímabilið á að tapa fyrstu 12 leikjunum í röð og aðeins unnið 2 leiki fyrir áramót. Eftir áramót bættust 5 sigurleikir við en það dugði skammt og United varð langneðst eftir að hafa tapað 27 leikjum. Markatalan að loknu tímabili var 53-115.