Jaap Stam
Nú er bara rétt ein vinnuvika til jóla. Það er ekki mikið. Eiginlega alveg rosalega lítið. Nú fer að detta í endasprettinn í jólagjafainnkaupum, jólahreingerningum og öðrum jólaundirbúningi og um að gera að njóta þess með jólalögin í botni, jólagleðina í hjarta og jólaöl & piparkökur í munni.
En það er líka bara hægt að fá sér skyr. Jólaskyr eða hversdagslegt skyr, bragðbætt skyr eða hrært skyr, skyrdrykki eða hvers konar búst. Þetta er allt í boði. Og getur alveg verið ljómandi jólalegt þegar rétt er með farið. Það er til dæmis hægt að mylja piparkökur og jólastafi út í skyrið eða hræra jólaöl saman við ef fólk vill vera frumlegt. Svo má nú henda í eins og eina skyrköku líka, þær geta verið alveg frábærar. Vefsíðan gottimatinn.is lumar til að mynda á einni sem kölluð er „krydduð jólaskyrkaka“.