Jóladagatalið heldur áfram. Annars minnum við á upphitunina fyrir leik morgundagsins hér að neðan.
Johnny Carey
Föstudagurinn 4. desember 1936 lagðist misjafnlega vel í fólk. Íslensk dagblöð fóru mikinn í umfjöllun um bresku konungsfjölskylduna en þar var allt í upplausn vegna þess að konungur Bretlands, Játvarður VIII, hugðist kvænast tvífráskilinni, bandarískri konu af borgaraættum. Breska stjórnin var mjög andvíg þeim ráðahag og sögðu blöðin að jafnvel gæti farið svo að Játvarður þyrfti að leggja niður konungdóm. Þeir sem hafa séð kvikmyndina The King’s Speech vita hvernig sú saga endaði. Einnig voru í blöðunum fréttir af borgarastríðinu á Spáni þar sem Franco hershöfðingi stóð fyrir heilmiklum loftárásum á Madridarborg. En það voru ekki bara neikvæðar fréttir, búðir auglýstu nýjar sendingar af gómsætum og ferskum sítrónum. Fátt sem segir „fössari“ jafn vel og ilmandi fín sítróna.