Stekkjarstaur kom fyrstur
stinnur eins og tré
Af leikmönnum United síðari áratuga hafa fáir átt í meiri vandræðum með fæturna á sér en Louis Saha, og ef til vill er þa rangnefni að láta hann standa undir nafni Stekkjarstaurs í jólasveinadagatali Rauðu djöflanna. Ef hefði hann haft alvöru staurfætur hefði hann kannske meiðst sjaldnar!
Saha kom til Manchester United í janúar 2004 frá Fulham og kostaði 12,4 milljónir punda. Hann skoraði 7 mörk í tólf leikjum það sem af lifði tímabilinu og stóð sig vel. En næstu fjögur árin voru saga meiðsla. Hann missti af stórum hlutum af hverju einasta tímabili og þó hann stæði sig oft vel þegar hann kom inn í liðið var saga hans hjá United að miklu leyti saga vonbrigða.