Nú er þessu blessaða landsleikjahléi lokið (nánast) og voru leikmenn félagsins að spila á fjölmörgum vígstöðum.
Byrjum á ensku leikmönnunum okkar. Á föstudaginn spilaði Manchester Unite…afsakið, England, við San Marinó á Wembley og það voru okkar menn sem sáu alfarið um þann sigur. Þetta var góður leikur fyrir okkar menn því þeir voru allt í öllu. Wayne Rooney, í sínum fyrsta leik sem fyrirliði Englands, skoraði tvo mörk auk þess sem að Danny Welbeck skoraði tvö og lagði upp eitt. Tom Cleverley stjórnaði miðjunni algjörlega ásamt Michael Carrick. Cleverley var með sendingarhlutfall upp á 141/146 og lagði upp tvö af mörkum Englands, ekki amalegt það. Lokatölur 5-0 og áttu okkar menn þátt í öllum mörkunum. England átti svo að spila við Pólland í gær en leiknum var frestað vegna gríðarlegar bleytu á vellinum og fer leikurinn fram á eftir kl 15.00. Fastlega má búast við því að okkar menn spili þar stórt hlutverk en vonum að frestun leiksins hafi ekki þau áhrif að þeir verði þreyttir fyrir átök helgarinnar