Þá er búið að gefa út leikjadagskrána fyrir ensku úrvalsdeildina tímabilið 2017/18. Að venju er skemmtilegt að rýna í hana og sjá hvernig þetta spilast fyrir liðin, ekki síst fyrir okkar lið. Því miður fær Manchester United ekki tækifæri á að verja Samfélagsskjöldin að þessu sinni en tímabilið hjá United hefst þriðjudaginn 8. ágúst í ofurbikar Evrópu, þar sem Manchester United mætir Real Madrid í Skopje í Makedóníu. Enska deildin hefst svo helgina eftir það. Leikjadagskráin hjá Manchester United er annars á þessa leið:
Leikjadagskrá
Æfingaferðalagið byrjar í dag
Eftir mikinn þvæling á æfingaferðalögum síðustu ár fer United í óvenju stutt og snarpt ferðalag þetta sumarið. Tvö síðustu ár fóru í þvæling um Bandaríkin, en nú er komið aftur að Kína. Ólíkt fimm leikja Asíuferðalaginu 2013 verða einungis leiknir tveir leikir í þetta sinn í Asíu en í bakaleiðinni kemur liðið við í Svíþjóð og leikur við Galatasaray í Gautaborg.
Heitasta slúðrið og leikjadagskrá næsta tímabils
Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir í að enska deildin hefjist á nýjan leik og þá er ekki seinna vænna en að fá leikjadagskránna fyrir næsta tímabil. Hún datt inn um lúguna í dag og lítur svona út fyrir Manchester United:
Helstu lykildagsetningar eru eftirfarandi[footnote]Með fyrirvara um að dagsetningar muni breytast eitthvað vegna Evrópudeildarinnar[/footnote]]:
- Mourinho og Pep mætast í Manchester-slagnum 10. september og 25. febrúar
- Við mætum Liverpool 15. október og 14. janúar
- Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge þann 22. október
- Jólatörnin er hin sæmilegasta.
- Við mætum Arsenal og Tottenham í 36. og 37 umferð.
Við fyrstu sýn er þetta hin ágætasta dagskrá. Byrjunin er ekkert alltof strembin og góðar líkur á góðum úrslitum í ágúst og september. Þáttaka okkar í Evrópudeildinni mun eitthvað fikta í þessu og leikir verða færðir til og frá vegna hennar. Svo ber auðvitað að hafa í huga að nú verða nokkrir leikir á dagskrá föstudögum í vetur.
Veganesti fyrir helgina
Hér er smá veganesti fyrir helgina, það helsta sem er að frétta:
Stóra Ramos/De Gea málið
Nýjasta nýtt er að United ætlar ekki að selja David de Gea til Real í sumar nema Sergio Ramos fari hina leiðina. Það er Guardian sem greinir frá þessu. Gerist það ekki er De Gea frjálst að ganga til liðs við Real næsta sumar enda rennur samningur hans þá út. Það er augljóst að Woodward er að spila hard-ball við Real Madrid og ég er mjög hrifinn af því enda er ég alveg viss um það að stjórnarformenn Real héldu að þeir gætu fengið De Gea á tiltölulega auðveldan máta.
Leikjadagskrá Úrvalsdeildarinnar 2015/16
Leikjadagskrá deildarinnar fyrir næsta vetur er komin út. Við fyrstu sýn er óhætt að segja að hún líti bara nokkuð vel út.
Deildin byrjar snemma í ár vegna EM á næsta ári og fyrsti leikur er gegn Tottenham þann 8. ágúst
Síðan koma:
- 15. ágúst. Aston Villa (Ú)
- 22. ágúst Newcastle United (H)
- 29 ágúst: Swansea City (Ú)
Leikirnir gegn Liverpool, Arsenal, Chelsea og City dreifast nokkuð vel og það er enginn stórleikjatörn eins og við fengum í mars/apríl á sl. tímabili þegar liðið mætti Tottenham, Liverpool, City og Chelsea nánast í einum rikk.