Spænski landsliðsmaðurinn og hjartans yndið Ander Herrera er leikmaður októbermánaðar og hlýtur raunar yfirburðarkosningu. Miðjumaðurinn hefur verið að spila einstaklega vel undir stjórn José Mourinho og er núna ávallt meðal fyrstu manna á blað. Ekki nóg með að United fólki finnist hann standa sig vel heldur hefur einnig heillað Julen Lopetegui landsliðsþjálfara Spánverja.
Leikmaður mánaðarins
Kosning: Leikmaður októbermánaðar 2016
Eftir frekar súran októbermánuð þar sem gengið hefur verið frekar slakt en liðið lék sex leiki í mánuðinum og vann aðeins tvo en hvorugur þeirra var í deild. Þrjú jafntefli og eitt stórt tap var afraksturinn í deildinni og töluvert áhyggjuefni að liðið skoraði bara tvo mörk í þessum fjórum leikjum.
Samt sem áður reynum við að velja leikmenn sem við teljum að hafi staðið uppúr óháð gengi. Þennan mánuðinn eru þeir sálufélagarnir Juan Mata og Ander Herrera sem deildu titlinum leikmaður septembermánaðar hér á Rauðu djöflunum. Einnig eru tilnefndir þeir Antonio Valencia, Eric Bailly og Paul Pogba.
Herrera og Mata eru leikmenn septembermánaðar 2016
Í fyrsta skiptið á síðunni eru tveir leikmenn mánaðarins. Ander Herrera og Juan Mata voru hnífjafnir eftir atkvæðagreiðslu ykkar lesenda. Báðir leikmenn eru vel að nafnbótinni komnir og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju frábæru frá þeim á þessu tímabili.
[poll id=“19″]
Leikmaður septembermánaðar 2016
Það var ekki hátt risið á leikmönnum og stuðningsfólki Manchester United eftir skelfilega viku þar sem þrír leikir töpuðust. Fyrst komu meistaraefni Pep Guardiola í heimsókn og var það virkilega svekkjandi frammistaða en svo sem ekkert stórslys. Í kjölfarið kom útileikur í Evrópudeildinni þar sem liðið tapaði eftir kolólöglegt mark heimamanna í Feyenoord. Svo kom leikurinn gegn Watford. Liðið var aldrei almennilega í sambandi í þeim leik og ekki hjálpaði að Watford tók forystuna í fyrri hálfleiknum með mjög umdeildu marki. United náði þó að jafna leikinn og stjórnaði leiknum algjörlega eftir það en fékk samt á sig tvö mörk til viðbótar og tapaði 1:3.
Eric Bailly er leikmaður ágústmánaðar
Fílabeinsstrendingurinn Eric Bailly vann yfirburðarsigur í kosningunni okkar. Þið lesendur góðir greidduð honum 58% atkvæða ykkar. Leikmaðurinn er afar vel að nafnbótinni kominn og augljóst að hans framlag til liðsins er vel metið af stuðningsmönnum.
Svíinn Zlatan Ibrahimovic var í öðru sæti með 26% atkvæða en hann er búinn að vera duglegur að skora í upphafi tímabils.